Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 28

Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 28
Vinkonurnar Íris Ann Sig- urðardóttir og Svava Ástu- dóttir opnuðu á dögunum kaffihúsið Lólu Flórens, sem jafnframt er vintage-verslun, við Ránargötuna. Þær verða í sérlegu jólaskapi um helgina og bjóða bæði afslátt og norna spá á spottprís. bjork@frettabladid.is Aðspurðar hvernig hug- myndin að Lólu Flórens hafi komið upp, svarar Íris að Svava hafi misst vinnuna í byrjun árs eins og margir á Covid-tímum. „Það dugði ekkert annað en að hugsa í lausnum og galdra til okkar ný tæki- færi. Við sögðum upphátt „konur eru konum bestar – við sköpum okkur störf“, og í kjölfarið sáum við auglýst húsnæðið á Garðastræti 6.“ Íris Ann og Lucas Keller stofnuðu The Coocoo’s Nest úti á Granda fyrir átta árum. Síðar bættist Luna Flórens við og svo rekstrarsamstarf við Kaffi Gauk í Veröld, húsi Vigdísar Finn- bogadóttur, svo hún er ekki óreynd í bransanum. „Markmið okkar hefur verið að skapa nýja upplifun fyrir hvern stað þó að grunngildin séu alltaf þau sömu: Handunnin matarupplifun og sjálfbærni í skapandi umhverfi,“ segir Íris. „Lóla Flórens sameinar það sem okkur finnst skemmtilegast í lífinu. Vintage fatnað, alls konar húsbúnað, ómissandi morgunkaffi- bollann og upplifun í góðu sam- tali, fatamátun og hvers vegna ekki f lösku af prosecco?“ segir hún og hlær. Nokkurs konar hjónaband Vinskapurinn hófst fyrir kvartöld og segjast þær Íris og Ásta alltaf hafa staðið saman, í gegnum súrt og sætt. „Við höfum systrakærleik að leiðarljósi og kannski er þetta nokk- urs konar hjónaband hjá okkur, en í öllum samböndum þarf að vera gagnkvæm virðing. Við höfum báðar margt til að bera og drögum fram það besta hvor í annarri, sem gefur okkur styrk til að starfa saman,“ segir Ásta einlæg. Þær segja góð og hvetjandi sam- skipti lykilinn og að á starfsmanna- speglinum séu orðin „Það gengur vel“ rituð með varalit til áminningar. Eitthvað virðist hvatningin virka því nú þegar mánuður er frá opnun segja þær viðtökurnar hafa verið stórkost- legar. „Það er svo mikil fegurð og róm- antík í að opna rekstur inni í íbúða- hverfi. Við höfum þegar marga fasta viðskiptavini sem heilsa okkur með nafni og að lokum verða þeir bara kærir vinir eins og reynsla okkar er á Grandagarðinum,“ segir Íris. Heiðra Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn var áður í 20 ár með fatasölu í húsnæðinu og lang- aði þær stöllur að heiðra minningu þeirrar verslunar og um leið hnýta arfleifðina saman við það sem þeim sjálfum þykir skemmtilegast. „Hverfinu þótti leitt að sjá þau hverfa svo það kom ekki annað til greina en að vinna með það sem áður var – en á sama tíma uppfæra og bjóða upp á nýjan heim og nýja upplifun. Við skilgreinum okkur sem sjálf bæra verslun með fatnað fyrir konur, herra og börn og seljum húsgögn og húsbúnað. Það er reynd- ar allt til sölu hjá okkur,“ segir Ásta. Eins og fyrr segir eru þær stöllur komnar í jólaskap og vilja um helg- ina þakka góðar móttökur. „Það ætlum við að gera með því að bjóða 20 prósenta afslátt af vin- tage fötum, skóm og töskum. Einnig verða tilboð á veitingum, flæðandi prosecco á tilboði og nokkrar nornir á sveimi, sem bjóða upp á tarot- örspá á góðu verði,“ segja þær að lokum. n Rómantík við Ránargötuna Kannski er það lykill- inn? Að þróast og taka virkan þátt. Við Íslend- ingar erum með 34 ráðherra á hverja milljón íbúa. n Í vikulokin Ólafur Arnarson BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Íris og Svava hafa verið vin- konur í 25 ár og þegar Svava missti vinnuna ákváðu þær að galdra til sín ný tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Það er allt til sölu á Lólu Flórens. Á Lólu Flórens má gæða sér á gómsætum veitingum og kaupa vintage fatnað og hús- búnað. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Það er ævintýri líkast að ganga um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í skammdeginu, en jólaljós hafa veri sett upp um allan garðinn. Bæði í dag og á morgun er opið í garðinum til klukkan 21, en dýrahúsunum er lokað klukkan fimm. Hægt er að kaupa sér heita súpu, kakó og smákökur í garðinum og grillin eru opin, þar er tilvalið að grilla pylsur eða sykurpúða. Kaffibrugghúsinu Kaffibrugghúsið býður upp á ýmiss konar námskeið og fræðslu varð- andi kaffi, bæði fyrir almenning og fagaðila. Þar er einnig hægt að kaupa ilmandi kaffi sem brennt er á staðnum og keypt er beint frá bónda eða í gegnum hrákaffimiðlara sem stunda sanngjörn viðskipti. Útþensla ríkisbáknsins eykst enn með topplagið í broddi fylkingar. Í dvergríki okkar virðist ekki hægt að mynda ríkisstjórn nema fjölga ráð- herrum. Og nú upp í tólf. Einhvern veginn kemst stórveldið Þýskaland af með sextán ráðherra. Þjóðverjar eru 250 sinnum fleiri en við! Í stað tólf ráðherra með verka- skiptingu milli sín, sem virðist í besta falli vanhugsuð, væri eðlilegt og skynsamlegt að smáríkið Ísland hefði skilvirka ríkisstjórn, skipaða sex ráðherrum. Ríkisstjórn af þeirri stærðargráðu væri betur við hæfi smáríkisins. Í Sviss búa 8,7 milljónir, eða 25 sinnum fleiri en á Íslandi. Í ríkis- stjórn landsins eru sjö ráðherrar og komast vel af með sína málaflokka. Færa má góð og gild rök fyrir því að Svisslendingum hafi tekist betur upp með stjórn sinna mála en okkur Íslendingum. Merkilegt nokk, þar sem þeir hafa einungis 0,8 ráðherra fyrir hverja milljón íbúa á meðan við Íslendingar erum með 34 ráð- herra á hverja milljón íbúa. Verkaskiptingu íslenska stjórnar- ráðsins mætti hugsa sér svo: For- sætisráðherra færi einnig með utanríkismál. Atvinnuráðherra fyrir allt atvinnulífið. Fjármálaráð- herra færi einnig með viðskiptamál og umhverfismál. Velferðarráðherra hefði heilbrigðis- og félagsmál á sinni könnu. Innanríkisráðherra færi með dómsmál, samgöngur og ýmsa innviði. Menntamál, menning Dvergríkið Ísland þarf einungis sex ráðherra og nýsköpun væri í höndum sjötta ráðherrans. Of vöxtur íslenska stjórnar- ráðsins bendir til djúpstæðrar minnimáttar kenndar íslenskra stjórnmála- og embættismanna sem brýst fram sem mikilmennskubrjál- æði. Með því að fækka ráðherrum um helming væri smáþjóðin nær því að sníða sér stakk eftir vexti og stjórnvöld sýndu gott fordæmi í bar- áttu við taumlausa útþenslu bákns- ins. Eftir höfðinu dansa limirnir. n Það vilja allir verða gamlir en það vill enginn vera gamall, hefur maður stundum heyrt f leygt. Kannski er eitthvað til í því, auðvitað vilja f lestir lifa sem lengst – að því gefnu að heilsan leyfi þeim að njóta lífsins og lysti- semda þess. Kristbjörg Kjeld, ein ástsælasta leikkona okkar Íslendinga, prýðir forsíðu þessa tölublaðs. Kristbjörg er komin hátt á níræðisaldur en stendur enn á leiksviði og tekur að sér hlut- verk í kvikmyndum. Hún er þakklát fyrir sitt stóra lán í lífinu: Góða heilsu og geð. Sannarlega er það lán að halda góðri heilsu, en það sem Kristbjörg getur sjálfri sér þakkað er forvitnin, lífsgleðin og viljinn til að gera alltaf betur í dag en í gær. Hún segir samfélagið þróast og sjálf þróist hún með, Kristbjörg hefur sannarlega upplifað aðra tíma en þá sem við þekkjum í dag, en festist ekki þar heldur lifir í núinu, með alls konar fólki á ýmsum aldri. Kannski er það lykillinn? Að þróast og taka virkan þátt. n Þróun mannsins 28 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.