Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 44
Grafíski hönnuðurinn og nútímafræðingurinn Guð- rún Lárusdóttir opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu í Litla Gallerýi í Hafnarfirði í gær. Þemað er eldhúsið. sandragudrun@frettabladid.is Guðrúnu líður best í eldhúsinu og sýningin endurspeglar það. Hún hefur glímt við veikindi undan- farið og hefur því ekki getað varið eins miklum tíma í eldhúsinu og hún hefði viljað. „Eldhúsið hefur alltaf verið sá staður þar sem mér líður best og mér finnst ég örugg þar. Ég hef mikið leitað í eldhúsið til að finna ró. Þar get ég bakað eitthvað sem ilmar vel og deilt með mínum nánustu,“ útskýrir Guðrún. „En undanfarið hef ég ekki getað verið nógu lengi í eldhúsinu til að geta búið eitthvað til þar. Svo þá fór ég að mála hluti sem eru í eldhúsinu. Kosturinn við að mála er að ég get farið frá mál- verkinu þegar ég verð þreytt, það brennur ekki við.“ Notar bara fimm liti Sýningin sem var opnuð í gær á verkum Guðrúnar heitir Úr sam- hengi og er opin núna um helgina. Þar verður hægt að berja augum málverk Guðrúnar af mat og eld- húsáhöldum. Guðrún valdi hluti af handa- hófi úr eldhúsinu sem hún málaði. Hún notaði matta gvassmálningu Eldhúsið tekið úr samhengi Guðrún opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flysjarinn hennar ömmu fær að vera með á sýningunni um helgina. til að mála hluti sem flestir eru glansandi. „Ég notaði CMYK-litina, eða prentaralitina, sem eru gulur, blár, bleikur og svartur og hvítur. Ég þurfti svo að nota þessa liti til að búa til glans og áferð. Ég ákvað að nota bara þessa liti til að hafa smá áskorun fyrir sjálfa mig og æfa mig að nota bara þessa liti,“ útskýrir Guðrún. Hlutirnir úr eldhúsinu fá nýtt hlutverk í myndunum. Ramm- arnir sem myndirnar eru í eru allir keyptir notaðir og þeir eignast nýtt líf í nýju hlutverki í sýningunni. „Eins og myndirnar eignast nýtt líf á nýjum veggjum til að setja hlutina í samhengi hjá þeim,“ útskýrir hún. Einstök sýn á samfélagið Guðrún segir að sú blanda að vera grafískur hönnuður og nútímafræðingur hafi veitt henni einstaka sýn á samfélagið og haft áhrif á hvernig hún horfir á það dag frá degi. „Eftir að ég var skikkuð í veik- indaleyfi þá hjálpaði það mér að skoða og greina breyttan veru- leika í annarri birtingarmynd,“ segir hún. Guðrún segist spennt fyrir því að opna sínu fyrstu myndlistar- sýningu og fá tækifæri til að sýna fólki það sem hún hefur verið að vinna að. Sýningin er opin í dag frá 12-17 og á morgun frá 13-17 og vonast Guðrún til að sem flestir gestir sjái sér fært að mæta og njóta myndlistarinnar. n Undanfarið hef ég ekki getað verið nógu lengi í eldhúsinu til að geta búið eitthvað til þar. Svo þá fór ég að mála hluti sem eru í eldhús- inu. Guðrún Lárusdóttir Gunni Þórðar – Lífssaga Gunnar Þórðarson er einn fremsti tónlistarmaður Íslendinga og í þessari bók rekur Ómar Valdimarsson lífshlaup hans, allt frá æskuárum á Hólmavík og í Keflavík til dagsins í dag. Bókin veitir einstaka innsýn í sögu dægurmenningar á Íslandi síðastliðin 60 ár. Hljómatíminn, Trúbrot, Lonlí Blú bojs, Guitar Islancio, klassíkin, og ekki síst einkalífið, allt er á sínum stað og ekkert dregið undan. Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg ævisaga um ævintýralegan lífsferil. SKRUDDA skrudda.is skrudda@skrudda.is★ ★ ★ ★ SBS - Mbl. 12. des. 20121 Komin í hljóðbók! 6 kynningarblað A L LT 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.