Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 72

Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 72
að breskum stjórnvöldum beri ekki að framselja Julian Assange. Þau komast að þeirri niðurstöðu núna að þau megi framselja hann til Bandaríkjanna ákveði innanríkis- ráðherra að gera svo. Þetta er náttúrlega alveg for- dæmalaus dómur því í fyrsta lagi er Assange ákærður á grundvelli mjög gamallar njósnalöggjafar þar sem Bandaríkjastjórn hefur reynt að sýna fram á að hann sé ekki blaða- maður heldur sé hann hryðjuverka- maður sem er að stunda njósnir. Þetta setur það fordæmi fyrir blaða- menn um allan heim, fari það svo að hann verði framseldur og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum, að Bandaríkjastjórn gæti ákært hvaða blaðamann sem er, hvar sem er fyrir að skrifa gegn sér eða deila upplýs- ingum sem varða þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna.“ Brynja: „Þetta þýðir í rauninni að lögsaga nái út fyrir landamæri landsins varði það blaðamenn og upplýsingar sem snerta þjóðar- öryggi og þjóðarhagsmuni hvers ríkis.“ Loftslagsbreytingar Náttúruhamfarir urðu víða um heim á árinu. Erum við ekki svolítið farin að sjá á eigin skinni af leiðingar loftslagsbreytinga? Guðmundur: „Jú, ég held það, því miður. Allavega ef maður hlustar á vísindamenn, jarðvísindamenn og veðurfræðinga, það sem þeir hafa verið að tönglast á síðustu ár er að þessar öfgar í veðurfari muni bara ágerast. Ég heyrði nú síðast bara í vikunni að ein birtingarmynd veð- urfarsöfga á Íslandi væri að það eigi eftir að rigna meira hérna. Þannig að við njótum ekki einu sinni góðs af heimsendi. Eins bjartsýnir og margir sérfræð- ingar voru eftir COP26 þá er gríðar- legt verkefni fram undan að fá þessa stærstu umhverfissóða heims, Kína, Indland, Bandaríkin og Ástralíu meðal annars, til þess að standa sig í stykkinu. Þetta eru svona stærstu existensíalísku ákvarðanir örugg- lega í sögu mannkynsins sem verða teknar á næstu árum. Og þær eru í höndum stjórnmálamanna. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvort markaðsöflin sigri sköpun- ina.“ Brynja: „Ég er ekkert gífurlega bjartsýn á að það náist. Þetta er auð- vitað bara ógeðslega stórt vandamál og það þurfa svo mörg púsl að ganga upp til að leiðtogar í þessum stóru löndum nái að komast að samkomu- lagi og gera eitthvað sem skiptir máli. Það fóru allir inn í COP26 með rosa hugmyndir en svo virðist einhvern veginn á endanum að búið sé að þynna þetta svolítið út. En svo mun tíminn leiða í ljós hversu mikið fólk stendur við hlutina.“ Guðmundur: „Það er stundum Aðgerðaleysi heimsveldanna í loftslagsmálum og vaxandi öfgahyggja var meðal þess sem bar á góma. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK sagt í siðfræðinni að til þess að öll stríð á jörðinni myndu hætta og það kæmist á friður milli þjóða þá þyrfti utanaðkomandi óvin sem væru geimverur sem væri hægt að koma sér saman um að berjast gegn. Þetta er utan að komandi óvinur mann- kyns og jarðarinnar en þrátt fyrir það virðist ekki hægt að vinna bug á honum. Það er náttúrlega búið að vinna alveg ótrúlega gott starf og það er ótrúlegt hvað þó miklum árangri mörg ríki hafa náð en þetta lítur ekki vel út.“ Covid aukið pólaríseringu Við siglum nú inn í þriðja árið þar sem veiran heldur áfram að plaga okkur. Ástandið er ágætt hér á landi en víða annars staðar í heiminum er það þó enn mjög slæmt. Brynja: „Mér finnst þetta tengjast þessum pælingum með hnattvæð- inguna. Við búum í mjög hnatt- væddum heimi og það að það er alltaf að koma nýtt og nýtt afbrigði er kannski að gerast af því það er ekki búið að bólusetja svo mikið í þróunarlöndum. Vesturlönd eru kannski svolítið að hamstra bólu- efni og þá kemur það náttúrlega og bítur okkur í rassinn. Eins og Omíkron-afbrigðið, af því við búum í hnattvæddum heimi þá getum við ekki bara bólusett okkur öll en ekki þróunarlöndin.“ Guðmundur: „Og aftur, þetta er eitthvað sem var búið að vara v ið. Forstöðumaður A lþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar skammaði Vesturlönd fyrir að hamstra bóluefni, meira að segja fyrir að gefa örvunarskammta á meðan það voru kannski 20 pró- sent heimsbyggðarinnar bólusett. Á meðan þetta er svona, á meðan þetta Covax-samkomulag er ekki virkt og það er ekki staðið við það þá losnum við ekkert við þessa veiru. Það er bara þannig og þetta er bara nákvæmlega sama dæmi og við sjáum með umhverfisvána eða loftslagsbreytingar. Að þú hugsar fyrst um þinn eigin hag áður en þú lítur á heildarsamhengið og það bítur þig í rassinn.“ Brynja: „Akkúrat. Af því í raun- inni í þessu þá snýst þetta ekki um að setja súrefnisgrímuna á sjálfan sig fyrst. Það þarf að bólusetja alla eða finna einhverja lausn fyrir alla en ekki bara fyrir Evrópusamband- ið og Bandaríkin.“ Guðmundur: „En það sem er líka áhugavert við Covid og við höfum séð mjög mikið á þessu ári er hvernig þessi ógn hefur jafn- vel aukið enn frekar á pólitíska pólaríseringu á milli fólks og skipt fólki upp í hópa. Þá er ég ekki bara að tala um andstæðinga bóluefnis og þá sem finnst bóluefni allt í lagi, andstæðingar bóluefnis eru auðvit- að í miklum minnihluta. En miklu frekar þá fólk sem finnst einhvern veginn að frelsi sínu og réttindum vegið. Það er í sjálfu sér jákvætt að fólk sé áhugasamt um sín lýðræðis- legu réttindi og gangi ekki að þeim sem vísum eða finnist það sjálfsagt að ríkisstjórnir hamli eða setji ein- hverjar skorður á frelsi sitt. Þetta hefur dregið það fram í dagsljósið, þennan núning, og jafnvel alið enn meira á ósætti og óeiningu á milli fólks sem ætti að vera að reyna að vinna að sama markmiði.“ Brynja: „Ég held einmitt að þegar maður horfir til baka á 2021 þá er það þessi svakalega skautun í stjórnmálum, sérstaklega vest- rænum stjórnmálum, ég myndi alveg setja hana sem mjög stóran áhrifavald á 2021. Þó svo að fall Afganistan og árásin á þinghúsið í Bandaríkjunum séu klárlega svona stóru, stóru fréttirnar. En skaut- unin og þessi ímyndarstjórnmál eru einhvern veginn undir þessum atburðum.“ Guðmundur: „Án þess að ég vilji gerast of háfleygur þá, út frá trúar- legu samhengi, væri hægt að færa rök fyrir því að við séum að lifa endatímana. Heimsendir í f lestum trúarritum er af mannavöldum, þar sem maðurinn einhvern veginn keyrir sköpunarverkið í þrot eða elur á óeiningu sín á milli. Kannski er þetta normið, við erum náttúr- lega ekkert sérstaklega gömul, kannski hefur þetta alltaf verið svona en síðustu ár hafa verið alveg sérstaklega mikið í þessa átt.“ n Vestur- lönd eru kannski svolítið að hamstra bóluefni og þá kemur það náttúr- lega og bítur okkur í rassinn. Brynja Án þess að ég vilji gerast of háfleygur þá, út frá trúarlegu samhengi, væri hægt að færa rök fyrir því að við séum að lifa endatím- ana. Guðmundur  44 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.