Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 84

Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 84
Næsti rafdrifni fram- leiðslubíll Toyota verður minni blend- ingsbíll sem minnir á Aygo X. Þegar árið er skoðað í sölu nýrra bíla má sjá að bílaleigur eiga sinn þátt í aukinni sölu. Mest seldi bíll ársins um miðjan desember er Toyota RAV4 en mest seldi rafbíllinn er sem áður Tesla Model 3. njall@frettabladid.is Árið sem senn er að líða er ansi athyglisvert í sölu bíla, svo ekki sé meira sagt. Meðal þess sem bílaframleiðendur hafa þurft að glíma við er skortur á íhlutum og lokanir á verksmiðjum, sem verða þess valdandi að skortur er á nýjum bílum. Þrátt fyrir að við séum enn að glíma við heimsfaraldur hefur talsverð aukning orðið hérlendis í sölu bíla, en á fyrstu 11 mánuð- unum var aukningin tæp 35% frá árinu áður. Það má telja víst að hefðu umboðin haft f leiri bíla aflögu hefði talan verið umtalsvert hærri, því að sumir bílar eru mjög eftirsóttir og fá færri en vilja, sér- staklega sumir raf bílar. Bílaleigur eiga sinn þátt í þeirri söluaukningu sem hefur orðið, en þar var komin mikil endurnýj- unarþörf og ferðamenn farnir að taka við sér. Sem dæmi var aukningin í nóvember- mánuði milli ára 353,8% en í lok nóvember höfðu 4.218 bílar selst til bílaleiga á móti 1.919 á árinu áður. Rafmagnið er komið til að vera á íslenska bíla- markaðinum en hlutfall hreinna rafbíla í sölu er komið í 26,34% í liðnum nóvembermánuði. Svokallaðir nýorkubílar eru rúm 70% allra seldra bíla, en í fyrra var hlutfallið rúm 55% en hlutfall þeirra í sölu nóvembermánaðar er 87,33%. Þar er helst eitt merki sem stendur upp úr og nær tveimur bílum inn á söluhæstu 10 einstöku bílana, en það er Tesla með 472 Model 3 og 375 Model Y þegar desembermánuður er hálfnaður, en þeir eru líka einu raf bílarnir á listanum. Söluhæsti bíllinn er hins vegar Toyota RAV4 sem er bæði seldur sem bensínbíll, tvinnbíll og tengiltvinnbíll, en á sama tíma voru 597 slíkir seldir. Ekki er líklegt að annar bíll velti honum úr sessi sem mest seldi bíll ársins. n Rúm þriðjungs aukning í sölu nýrra bíla á árinu Að öllum líkindum endar Toyota RAV4 sem söluhæsti bíll ársins 2021 en tæp sex hundruð eintök voru seld um miðjan desembermánuð. Hann er boðinn sem bensínbíll, tvinnbíll og tengiltvinnbíll. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Topp 10 listinn 1. Toyota RAV4 597 2. Tesla Model 3 472 3. Hyundai Tucson 418 4. Kia Niro 402 5. Toyota LC 386 6. Tesla Model Y 375 7. Toyota Yaris 314 8. Kia Ceed 313 9. Kia Sportage 275 10. Volvo XC40 260 Fyrir hverjar 10.000 kr fylgir einn frír forréttur að verðmæti allt að 2.000 kr Fullkomið í jólapakkann Gjafabréf njall@frettabladid.is Það bárust stórfréttir frá Toyota í vikunni, eftir blaðamannafund með forstjóra fyrirtækisins, Akio Toyoda. Toyota frumsýndi á fundinum 11 nýja tilraunabíla sem allir eru raf- drifnir. Meðal þeirra voru fjórir í bZ- línunni, sem eru fjölskyldubílar sem munu fara í fjöldaframleiðslu. Meðal þeirra má nefna minni blendings- bíl með bogadreginni þaklínu sem líkist mjög CH-R bílnum. Einnig var minni blendingsbíll sem minnir á Aygo X frumsýndur, en hann verður næsti framleiðslubíll Toyota í rafbíl- um og frumsýndur endanlega í lok ársins 2022. Næsti bíll á eftir honum verður miðlungsstór fjölskyldubíll, en sá fjórði verður stór jepplingur með þremur sætaröðum. Toyota ætlar sér greinilega stóra hluti þegar kemur að raf bílum og að sögn Akio Toyoda er markmiðið að bjóða raf bíla fyrir alla. Áætlar Toyota að selja 3,5 milljónir rafbíla áður en þessi áratugur er úti. Þess vegna mun rafbílavæðingin einnig ná til Lexus merkisins og verða allir bílar Lexus rafdrifnir. Frá Lexus var nýr sportbíll frumsýndur sem verður með upptak undir þremur sekúndum í hundraðið. Að sögn Akio Toyoda verður drægi hans yfir 700 km. Meðal annarra tilraunabíla sem frumsýndir voru Toyota megin var pallbíll í anda Hilux, jeppi sem minnir mikið á FJ-Cruiser, Toyota sportbíll, tveir aðrir blendingsbílar og tveir sendibílar. Toyota áætlar að verða kolefnishlutlaust merki árið 2035 með þessum aðgerðum og fleirum. n Toyota og Lexus kynna línu rafbíla Toyota- og Lexus-merkin hafa hingað til verið gagnrýnd fyrir að vera sein að taka við sér í rafvæðingunni en koma nú inn með látum. MYND/TOYOTA BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.