Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 59

Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 59
ellefu tonn. Þetta var þó annar stærsti báturinn frá Hnífsdal á þessum árum. Flestir voru þeir sjö til átta tonn. Nú eiga Hnífsdælingar stóra og góða fiskibáta. Ennfremur góða fiskihöfn og fiskvinnslustöð þar við. Stendur þetta innanvert við þorpið og því verður allt svo hreint og vinalegt í þorpinu sjálfu. Raunar fannst mér alltaf hreint og fallegt í Hnífsdal á þeim árum, sem ég var þar sjómaður. Þó verður að segja eins og er, að misjöfn var nú snyrtimennskan og hreinlætið. Eitt áttu þó Hnífsdælingar á þeim árum ómælt og sameiginlegt, en það var drengskapur, vinsemd og hjálpsemi öllum okkur, sem þar vorum aðkomnir, og þeim óviðkomandi um annað en vinnu hjá þeim á vertíð, annaðhvort á sjó eða landi. Þannig eru Hnífs- dælingar enn þann dag í dag, og þannig eru ísfirðingar einnig. A Hnífsdal og Isafjörð mun ég því ætíð líta sem mína eigin heima- byggð. Þeir staðir eru hluti af lífsuppeldi mínu og mótuðu það ekki minna en heimabyggðin. Þar er að verki fyrst og fremst gott og hjartahlýtt fólk. Umgerðin hefur miklu minna að segja, þó að hún hafi einhver áhrif. Seinnipart dags fórum við inn á Homvík og gerðum að afla. Strekkings vindur var úti fyrir og nokkur alda, en það var að birta í lofti og allt útlit fyrir gott veður með kvöldinu. Þegar við höfðum lokið aðgerð, fórum við í land og höfðurn tal af Horn- bændum. Fengum við hjá þeim bjargfuglsegg og létum þá fá salt, sem þá vanhagaði um. Um kvöldið fórum við svo út og héld- um norður af Hornbjargi. Var þá komið gott veður, og undir mið- nætti gerði hið fegursta veður, sem hélzt alla þessa nótt. Himinninn var heiður og hvergi ský á lofti. Sól seig að haffleti og var sem hún settist á hafið eða rönd af henni hyrfi í það á tímabili. Sjór var spegilsléttur svo langt sem augað eygði. Birtuskil vom svo til engin. Sá, sem ekki hefur komið í nálægð við fuglabjarg um varp og útungunartíma, getur vart gert sér í hugarlund þann óhemju fjölda af fugli og allt það líf, og allt það starf, sem þar fer fram. Þó sjá þeir, sem í nálægð eru, aðeins takmarkaðan tíma, ekki nema hluta af þessu lífi og starfi. Þeir, sem fara á bjarg sem kallað er, kynnast þessu nokkuð vel. Það iðar allt af lífi og önn, sem í stórborg væri. Margradda garg, vængjaþytur og bergmál blandast saman og 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.