Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 16
Að vanda hófst sauðfjárslátrun í öllum sláturhúsum sýslunnar
um miðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda sláturfjár,
meðalfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fitu-
flokka“ í einstökum sláturhúsum.
Tafla 1. Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun falla í
úrvalsflokk og „fituflokka" í Strandasýslu f990.
Sláturhús fjöldi meðalþ. (kg). gæðamat Úrv. DIB (% kjöts) DIC
Borðeyri 13.870 15,51 2,0 13,2 4,0
Óspakseyri 6.149 15,78 3,1 10,3 3,1
Hólmavík 16.167 16,45 2,5 15,4 1,4
Norðurfj. 2.939 15,92 3,3 11,0 2,5
SAMTALS 39.125 15,97 2,5 13,5 2,7
í haust var slátrað næstum 5.000 kindum færra en haustið 1989.
Um var að ræða fækkun hjá öllum sláturhúsum sýslunnar. Fækk-
unin var hlutfallslega mest í Norðurfirði, en þar dróst slátrun
saman um 18,5%. Einnig fækkaði um meira en 10% á Hólmavíkog
Óspakseyri. Þessi fækkun stafar fyrst og fremst af mikilli sölu
líflamba til riðusvæða. Alls voru seld um 4.000 lömb úr sýslunni af
þessum ástæðum, þar af um 950 úr Árneshreppi. Eingöngu voru
seld lömb frá bæjum norðan varnarlínunnar í Bitrubotni, þannig
að líflambasala skýrir ekki fækkun sláturfjár á Borðeyri.
Síðastliðið sumar varð allmikil umræða um líflambasöluna
meðal bænda í Strandasýslu. Þótti bændum lágt verð í boði, auk
þess sem líflambasalan leiddi ekki til aukningar á fullvirðisrétti
svæðisins. Loks höfðu menn áhyggjur af áhrifum þessarar miklu
sölu á afkomu sláturhúsanna og þar með kaupfélaganna. Til að
bregðast við fyrirsjáanlegri tregðu bænda í þessu sambandi, ósk-
uðu Sauðfjárveikivarnir eftir því við sýslumann Strandasýslu, að
hann beitti ákvæðum í lögum um sauðfjársjúkdóma til að skylda
bændur að selja líflömb. Ekki kom þó til þess að lömb yrðu tekin
með valdi. Verð á líflömbum var hækkað í rúmar 200 krónur á
14