Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 92
á reyndi t.d. í ófærð eða í tæpri götu. Færi Lýsayfir fylgdu þeir fast
á eftir ljúfir eins og lömb.
Ég hafði ekki farið þessa leið áður. Móðir mín lagði áherslu á, að
ég færi ekki yfir Ósinn þegar ég kæmi aftur nema á fjöru. Átti ég
að biðja fólkið á Dröngum að sjá til þess að ég færi á réttum tíma af
stað.
Daginn eftir héldum við af stað og fórum Skarðið (Hjarranda-
skarð). Veður var gott, logn, milt og bjart yfir, þótt ekki væri
sólskin. Við fórum hægt enda lá víst hvorgum okkar á eða a.m.k.
virtist þessi alúðlegi ókunni maður engan áhuga hafa á að hraða
ferð sinni. Ég veitti því athygli að hann litaðist um og spurði mig
um eitt og annað sem honum þótti áhugavert. Ég svaraði hinn
borginmannlegasti eins og ég hefði ekki gert annað en útskýra
fyrir ferðamönnum það sem fyrir augun bar. Mig grunar raunar
núna að ef til vill hafi ekki allur sá fróðleikur verið byggður á
bláköldum staðreyndum sem ég miðlaði með svo miklum glæsi-
brag. Ég hafði það á tilfinningunni að ef það stæði í mér að svara
mundi honum finnast lítið til um mig og lítt væri slíkum strák-
bjálfa treystandi á ferðalögum.
Þegar við komum sunnan í Skarðið blasti Bjarnarfjörðurinn við
sjónum okkar, spegilsléttur og fagurgjörður. Selirnir lágu mak-
indalega á steinum og flúrum, fuglar lónuðu meðfram fjöruborð-
inu eða við hólma og nes, fallegir tónar hávellunnar bárust utan af
firðinum og lengst inn á eyrum mátti greeina hvíta depla. Þar
voru álftir á ferð. Kindur voru á grundinni, niður undan Skarð-
inu sumar á beit, sumar lágu og lömbin léku sér allt í kring.
Við stönsuðum í lítilli skál í sunnanverðu Skarðinu, stigum af
hestunum. Við stóðum þögulir um stund og virtum fyrir okkur
það sem við augum blasti. Kyrrð og friður ríkti á þessum undur-
fagra stað. Fjaran myndaði eins og umgjörð um lognværan fjörð-
inn. Grænar hlíðarnar og hamrabeltin í fjallabrúnum sköpuðu
dýpt í þessa hlýlegu og friðsælu mynd. En að baki fjalla stirndi á
hvíta jökulhettu Drangajökuls, sem var eins og tákn hreinleika og
friðsældar.
„Mikil er dýrð drottins", sagði ferðafélagi minn um leið og hann
dró upp úr vasa sínum póstkort með mynd af íslandi og sýndi
90