Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 77
Það eru margar sagnir til um það, að ef átti að grafa þar sem gull
var fólgið átti bærinn að sýnast standa í björtu báli ef bær var þar
nálægt. Þegar ég var drengur í Tungu tókum við okkur til ég og
annar drengur, Jón Haraldur, og fórum að grafa í Gullhól, og við
hétum hvor öðrum því að gefast ekki upp, þó við sæjum húsið í
Tungu brenna, því að það myndu áreiðanlega vera sjónhverfing-
ar huldra afla sem vildu hindra okkur við að ná í gullið, og myndi
áreiðanlega vera komið rétt að gullinu þegar færi að sjást eins og
húsið væri að brenna. En það er ég viss um að sjaldan hafa
gullgrafarar verið hræddari við sitt starf en við vorum þá, það
verður nú að segjast. Það var nú ekki laust við að okkur yrði tíðlitið
heim að bænum hvort við sæjum allt vera þar í báli, ekki var nú
hugurinn mikill, en áfram héldum við þó þangað til að við komum
að nokkuð stórum steini sem við réðum ekki við, en þá kemur
Gunnar sonur þeirra Tunguhjóna, átti einhvert erindi, líklega að
athuga lambær, svo hann hjálpaði okkur með þennan stein og
eggjaði okkur að grafa meira, því nú gæti verið farið að nálgast
gullið. Annars var nú ekki laust við að hann hefði gaman af
heimsku okkar og trúgirni. Eitthvað grófum við meira, en svo
kom okkur saman um að þetta myndi líklega ekki vera til neins,
við gætum ekki grafið nógu djúpt þó þarna væri gull. Þetta var nú
lítil gryfja sem við grófum saman borið við það sem áður var búið
að grafa þar. En síðan hafa víst engir grafið eftir gulli í Gullhól svo
ég viti.
Gestshaugur
Það er sagt að Gestur sem nam Gestsstaði í Miðdal sé heygður
við Ytragilið á Klúku. Gilið skiptir sér fyrir ofan túnið og rennur
önnur álman ofan túnið en hin fyrir utan húsið og með því niður í
Miðdalsá. Gestur á að hafa viljað vera heygður þar sem kindur
hans gengu mikið yfir. í þá daga getur verið að kindur hafi gengið
meira ofan að sjónum eða í átt til sjávar því þá hefur ekki verið
75