Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 56
Strandasýslu, Skógræktarfélagi Strandasýslu, Vörubílstjórafélagi
Strandasýslu og Héraðssambandi Strandamanna. Samtökin losa
því hundraðið. Hér eru hlutafélög ekki talin með, enda er tilgang-
ur þeirra annar, félagar yfirleitt fáir og rekstur aðalviðfangsefni.
Veiðifélögin eru raunar ekki mjög frábrugðin hvað þetta snertir,
en þau verða hér þó talin í hópi samtaka um búnaðarmál.
Samtök voru mjög fátíð á Islandi fram á fyrri hluta 19. aldar og
óþekkt í Strandasýslu. Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða
er elsta félagið í sýslunni, stofnað 1845. Fyrirmyndin mun sótt til
Flateyjar á Breiðafirði, en þar reis mikil menningaralda á fjórða
tug aldarinnar. Telja verður Ólaf Sivertsen upphafsmann þeirrar
menningarstarfsemi, en hann stofnaði Ólafs Sigurðssonar og Jó-
hönnu Friðrikku Flateyjar Framfaralegat á 13. brúðkaupsafmæli
þeirra hjóna 6. október 1833. Hér var um að ræða bækur og fé,
enda var gjöfinni varið til að stofna fyrsta almenningsbókasafn
landsins. Legatinu var stjórnað af sóknarprestinum í Flatey, sr.
Ólafi, hreppstjóranum og tveimur „af sóknarinnar valinkunnum
mönnum." Stjórnin gekkst árið 1841 fyrir stofnun Flateyjar fram-
fara stofnlega bréflega félags, en félagsmenn þess skyldu meðal
annars sernja ritgerðir um nytsamleg efni, og voru þær síðan
látnar ganga meðal félaganna. (Lúðvík Kristjánsson: Vestlend-
ingar, I. bls. 149-163, 221-236).
Sr. Ólafur Sivertsen var sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar
frá Núpi í Haukadal og Katrínar Þorvaldsdóttur frá Þingvöllum í
Helgafellssveit, en þau bjuggu á Melum í Hrútafirði 1804—1813 og
Fjarðarhorni 1813 til dauðadags 1826. Synir þeirra auk sr. Ólafs
voru Þorvaldur í Hrappsey og Matthías, bóndi á Kjörseyri. Þeir
bræður tóku allir sér ættarnafnið Sivertsen. Tengsl sr. Ólafs við
Strandir hafa því verið mikil. (Jón Guðnason: Strandamenn, bls.
19-20).
Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða gegndi viðameiri
hlutverki en slík félög gerðu almennt síðar. Fjallað var um ýmis
hagsmuna- og framfaramál á fundum þess. Orsökin er vafalítið
sú, að félagið var eini vettvangurinn til skoðanaskipta, enda yfir-
tóku önnur félög ýmislegt af þessum viðfangsefnum síðar.
Strandasýsla hefur verið landbúnaðarhérað, þótt sjósókn hafi