Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 18
endurbætur til að tryggja áframhaldandi starfsemi, og þar með
áframhaldandi atvinnumöguleika fyrir heimamenn.
Ólíkt mörgum öðrum kaupfélögum hefur rekstur Kaupfélags
Bitrufjarðar gengið vel, og hefur ævinlega skilað hagnaði ef árið
1968 er frátalið. Félagsmenn í KBÓ eru nú 36, og er þetta minnsta
kaupfélag á landinu.
Sláturhúsið á Borðeyri hefur einnig fengið löggildingu, enda er
endurbótum á húsinu lokið. Mun það nú teljast í röð best búnu
sláturhúsanna af þessum stærðarflokki. Heildarkostnaður við
endurbæturnar var um 8-10 milljónir króna.
Á Norðurfirði þurfti ekki að lagfæra sláturhúsið til að standast
nýjustu kröfur. Húsið er nýlegt og aðstaða til slátrunar góð. Þar er
einnig frystihús þar sem hægt er að frysta framleiðslu hússins.
Hins vegar hafa Árneshreppsbúar ekki aðgang að þriggja fasa
rafmagni, og verða því að keyra díselvélar til rafmagnsframleiðslu
fyrir frystivélarnar.
Utgerð ogfiskvinnsla. Árið 1990 var mun hagstæðara fyrir sjávar-
útveginn en árið á undan, einkum vegna hærra verðs á flestum
afurðum vinnslunnar. Þó varð verulegt verðfall á rækju á síðari
hluta ársins. Lækkaði söluverðið um 20% frájúlíbyrjun til ársloka.
Atvinna við veiðar og vinnslu hélst nokkuð jöfn, og atvinnuleysi
var lítið. Síðustu mánuði ársins var reyndar skortur á vinnuafli, og
þurfti af þeim sökum að senda meiri sjávarafla á rnarkað en ella.
Grásleppuveiði á Ströndum var lítil sem engin vorið 1990. Bæði
var veiðin víða treg, og einnig var miki) sölutregða á hrognamörk-
uðum. Grásleppukarlar á Ströndum héldu því flestir að sér hönd-
um á vertíðinni.
Nokkrir bátar stunduðu netaveiðar við Suðvesturland síðari
hluta vetrar og gengu þær veiðar yfirleitt vel. Bilanir settu þó
einhver strik í reikninginn.
Grunnvíkingur ÍS hóf veiðar á hörpudiski fyrir Kaupfélag
Steingrímsfjarðar rétt fyrir jól 1990, skv. sérstökum samningi
útgerðarinnar við kaupfélagið. Reyndar var veiðin mest til mála-
mynda, þar sem nýjar reglur um veiðistjórnun á hörpudiski áttu
að taka gildi um áramót. Eftir það munu þeir einir fá hörpudisk-
kvóta, sem stunduðu veiðar á árinu 1990.
16