Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 123
hugsað sér að sýna almenningi þar í sveit, að hinn nýi fastakaup-
tnaður á Borðeyri væri veitull og rausnarlegur höfðingi.
Flest fólk, sem statt var á Borðeyri þennan dag, mun hafa tekið
þátt í risgjöldunum. Framreiddur var kaldur matur og púns eins
og hver vildi hafa á eftir. Þótti Bryde sjálfsagt, að ég tæki þátt í
þessum gleðskap. Var þetta í fyrsta sinn á ævinni, sem ég var
gestur í mannmörgum fagnaði. Gat ég ekki komizt hjá því að njóta
gleðinnar og taka nokkurn þátt í púnsdrykkjunni. Aldrei hafði ég
áður bragðað áfengi. Mun ég hafa orðið hreifur af víninu, án þess
að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því.
Fyrstur varð ég til þess að hverfa úr veizlunni og komast um
borð í náttstaðinn í „Júnó“, af þeim sem þar áttu heima. En þegar
ég hafði lagzt út af í hásetaklefanum, fannst mér mismunurinn á
þeirri vistarveru og gleðskapnum í landi vera svo mikill, að ég
hélzt þar ekki við, rauk því á fætur, greip handklæði mitt, hljóp
upp á þilfar, veifaði handklæðinu yflr höfuð mér og hrópaði
„húrra“ af öllum kröftum svo að undir tók í næturkyrrðinni, til
þess að veita Jöri mínu útrás. Vildi ég með þessu sýna, að ég væri
glaður og kátur, ekki síður en hinir, er héldu áfram veizlunni í
landi.
Veizlufólkið á tanganum varð vart við þennan lífsfögnuð minn.
Var haft orð á honum daginn eftir. Ekki þótti hann nerna viðeig-
andi á þessum hátíðisdegi. Þetta atriði varð mér minnisstætt, er
hásetaklefinn í „Júnó“ var mér of einmanalegur og þröngur og ég
í fyrsta sinn hrópaði fullum hálsi út í íslenzka næturkyrrð, en
bergmálið svaraði mér. Eftir það sofnaði ég værum svefni.
Nokkru síðar ákvað ég að vera í vínbindindi, meðan ég væri við
verzlunarnám. Eg byrjaði lítilsháttar á reykingum, þegar ég fékk
auraráð, en hætti því líka af sparnaðarástæðum.
Þegar vorverzluninni í „Júnó“ var lokið og við fluttir í land,
hafði ég minna fyrir stafni. Þá kom það fyrir, að óyndi greip mig.
ril þess að eyða því hafði ég ætíð hið eina og sama ráð, ef veður var
ekki því verra. Eg reikaði upp í hálsinn fyrir ofan Borðeyrartang-
ann, hlustaði þar á lækjarniðinn og fuglakvakið og naut útsýnis-
ms. Komst ég þá í svo innilegt samband við hina stórbrotnu
náttúru landsins, að þetta varð mér góð hugsvölun. Lá ég þar oft í
121