Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 120
flutning viðskiptamanna út í skipið með ull þeirra og annan
farangur og úttektina til lands aftur. Ferjumaðurinn var aldraður
maður, að nafniJónadab. Hafði hann haft þetta verk á hendi fyrir
Bryde undanfarin sumur.
Settur var bryggjustúfur í flæðarmálið, til þess að fólkið gæti
komizt þurrum fótum út í ferjuna. Voru búkkarnir úr bryggjunni
og flekarnir, er lagðir voru á þá, geymdir á landi yfir veturinn.
Jónadab ferjaði fólkið í skipsbátnum. Hann stóð sjálfur í skut og
réri með einni ár. Það þótti hentugt, þar sem stutt var að fara. Fólk
og farangur rúmaðist líka betur í bátnum á þennan hátt. Ferju-
maður varð, eftir því sem hann gat, að sjá um að flytja fólkið út í
skipið í sömu röð og það kom á Eyrina, og að samferðafólk fengi
að halda hópinn.
Þegar aðsókn var sem mest, varð að takmarka aðgang að skip-
inu og sjá um, að þeir sem lengst höfðu dvalið þar væru teknir í
land, áður en fleiri voru fluttir út. En fólk var venjulega fljótt að
ljúka erindum sínum. Var framreitt kaffi í káetunni handa öllum,
sem það vildu þiggja, með kringlum og öðru erlendu kaffxbrauði.
Lengdi það vitaskuld viðstöðu fólksins. Aðallega var það lang-
ferðafólk, sem notaði sér þessar góðgerðir.
Allan daginn var ég önnum kafinn við afgreiðslustörfin í mið-
lestinni. En það háði mér illilega, að ég kunni ekki stakt orð í
íslenzku. Hafði ég ekki gert mér neina grein fyrir þeim erfiðleik-
um sem af vankunnáttu minni kynnu að stafa, fyrr en að því kom.
Theodór Ólafsson varð í fyrstu að skrifa handa mér afhendingar-
seðla, svo að ég sæi hvaða vörur hver ætti að fá. Islenzka heitið á
vörunum skrifaði hann jafnframt á seðlana. Þessir afhendingar-
seðlar urðu því einskonar orðabók fyrir mig. En eins og gefur að
skilja urðu þetta sífelldar endurtekningar, svo að ég lærði fljótt
íslenzku heitin á öllum þeim vörutegundum, sem til voru í búð-
inni. Og þá þurfti ég ekki lengur á seðlunum að halda. Leyndar-
dómar íslenzkunnar upplukust smátt og smátt fyrir mér, enda sá
ég, að þarna gæti ég ekki þrifizt og unnið störf mín, án þess að geta
bjargað mér í málinu.
Þegar ég fór að geta gert mig ofurlítið skiljanlegan, fannst mér
ég fara að fá betri vitneskju um kjör fólksins og hvaða kröfur það
118