Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 58
láts, sem var talsvert. Félagið var stofnað árið 1965. Eftirlits- og
fóðurbirgðafélag Hólmavíkurhrepps var yngst fóðurbirgðafé-
laga, stofnað 1942. Stofnunina má vafalaust rekja til skiptingar
Hrófbergshrepps, en töluverð kvikijárrækt var þá enn stunduð á
Hólmavík.
Sauðfjárræktarfélögin voru stofnuð á árunum 1951-1957 að
einu undanskildu, sem var stofnað 1973. Sex þessara félaga voru
stofnuð 1951-1955. Þá höfðu fjárskipti nýlega farið fram í sýsl-
unni, og hafa þau sjálfsagt ýtt við bændum um kynbætur. Naut-
griparæktarfélögin voru öll stofnuð urn 1930 og að líkindum að
hvötum Búnaðarfélags íslands og Páls Zophóníassonar ráðuna-
uts. Öll hafa þessi félög hætt starfsemi. Nautgripafélag Arnes-
hrepps hætti árið 1934, enda var deilt allhart innanhrepps um það
félag, en hin síðustu, nautgriparæktarfélögin í Bæjar- og Kirkju-
bólshreppum, lögðust niður á áttunda áratugnum. Búskapar-
hættir voru breyttir, nautgriparækt var að leggjast niður í stórum
hluta sýslunnar.
Stofnun hrossaræktarfélaganna tveggja verður naumast rakin
til annarrar ástæðu en áhuga á hestamennsku. Gjöf frá Hermanni
Jónassyni, fyrrv. forsætisráðherra og þingmanni Strandamanna
um árabil, mun hafa hvatt til stofnunar skógræktarfélaganna.
Veiðifélögin eiga rætur að rekja til leigu á laxveiðiám og gæta rétts
landeigenda gagnvart leigutökum. Leiga á laxveiðiréttindum hef-
ur farið sívaxandi undanfarna áratugi. Eitt veiðifélag var stofnað
1936, veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár. Hin eru öll mun yngri að
árum.
Sjö kvenfélög hafa starfað í sýslunni auk kvenfélagasambands.
Fjögur þeirra voru stofnuð á þriðja áratugnum og tvö til viðbótar
árið 1948. Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri Hlínar og mikill áhuga-
kona um kvenréttindi, ferðaðist um Strandasýslu 1926 eða 1927
og hvatti til stofnunar kvenfélaga. Tvö félög voru stofnuð þetta
ár, Iðunn í Bæjarhreppi, Snót í Kaldrananeshreppi, og Kvenfélag
Árneshrepps var stofnað 1926-1927. Halldóra átti frumkvæði að
stofnun tveggja þeirra að minnsta kosti, félaganna í Bæjar- og
Árneshreppum. Hún mun einnig hafa hvatt til stofnunar Bjarkar
í Kirkjubólshreppi 1948.
56