Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 46
hvelfingunni er mjór gangur, sem steypa mætti fyrir svo l'A al.
djúpt vatn gæti orðið í henni, og mætti hleypa því svo burt um ræsi
eða pípu í steypuveggnum. Kaldur lækur er þar einnig eða sitra
sem sprettur upp rjett á sama stað, og rennur seinna saman við
heita lækinn. Mætti með honum hafa vatnið svo heitt eða kalt sem
hver vildi. Dálítið er það skrítið þó skiljanlegt sje, að í hvörnunum í
læknum er óþolandi heitt ofaná um 8-10 þuml. lag og svo kalt
neðar 6-8 þumlunga þikt vatnslag, en verður mátulegt ef hrært er
í eða skvampast í því. Jarðhitar eru víðar því með blettum er jörðin
ófreðin á vetrum upp í grundarbökkunum sem eru lágir og grasi-
vagsnir. Þar mætti hafa vermireita. Tæpur hálftímagangur er frá
Gjögri á þennann stað og hann eptir sljettum melum og nokkuð
háum sljettum grasigrónum sjáfarbökkum. Viðarreki er á strönd
þessari framar á nesinu og eiga ítök í hon[um]3 Staðar kirkja og
Tröllatungu við Steingrímsfjörð. Utsýni er undurfagurt á Strönd
þessari, blasir við hafíð krökt af skipum á sumrin, og svo flóinn inn
eptir öllu Skagaströndin og alt að Guðlaugsvíkurhöfða. Sól-
hvarfadaginn sjer sólina af þessum fyrri baðstað4 í 30 mínútur, ef
heiðskírt er veður, meðan hún gengur yfir Miðfjarðar ’ og Hrúta-
fjarðarmynnin. Opt fá innlendir og útlendir sjer hesta og ríða frá
Gjögri út á þessa strönd og norður hana að Reykjanesi.
A norðurhorninu á nesi þessu er Reykjaneshyrna hátt strítu-
myndað fjall snarbrattir hamrar í sjó, svo enginn maður kemst
fyrir, austan megin sem að flóanum snýr og að mestu að norðan,
en öll er hún gæða slæjuland upp fyrir miðju að vestan og sunnan-
verðu, og er það slæjuland samhangandi yfir láglendið fyrir ofan
hana sem er allstórt eptir því, sem hjer er um að ræða, og er slæja
þessi samfeld breiða fram í Árvíkurdal svo nefndann. Hann er
einnig slæjubreiða óslitin upp í hlíðar báðumeginn og Iangt fram-
eptir. Hnúkur hár er í miðju slæjulandi þessu milli dalsins og
hyrnunnar og kallaður Mýrarhnúkur og er vatn austanvert við
hann, kallað Mýrarhnúksvatn. Trjekyllisvíkur megin eru á nesi
þessu tvær jarðir fyrir utan Finnbogastaði. Heita þær Stóra-Ávík
og Litla-Ávík. Hrjóstrug er ströndin víkurmegin út að hyrnunni
og þar sem bæir þessir standa. Þó eru þar allstór tún og nátthagar,
og fagurt skín þar miðnætursólin um sólstöðurnar á vorin. Upp-
44