Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 59
Kvenfélagið Glæður á Hólmavík var stofnað um 1920. Grein
um það er í vörslu ritstjóra Stranda og mun birtast í næsta bindi,
en útgáfa þess hefur þegar dregist fulllengi.
Sex slysavarnarfélög hafa starfað í sýslunni. Þrjú þeirra voru
stofnuð árið 1951, öll ísveitum. Þá leitaðist Slysavarnafélag íslands
við að útbreiða starfsemina. Má ætla, að sú viðleitni hafi náð til
Stranda, enda er víst, að sr. Jón M. Guðjónsson á Akranesi hvatti
til stofnunar slysavarnafélaganna í Fells- og Kirkjubólshreppi.
Sviplegt slys árið 1950 mun einnig hafa opnað augu rnanna fyrir
nauðsyn slysavarna. Slysavarnafélögin á Hólmavík og í Kaldrana-
nes- og Arneshreppi eru eldri, stofnuð 1937—1945. Talsverð út-
gerð var stunduð í þessum sveitarfélögum. Kann það að skýra, að
íbúar þar brugðust fyrr við en aðrir sýslubúar á þessu sviði.
Rauðakrossdeild var stofnuð í sýslunni 1980 og lionsklúbbur
1961. Aðild Rauða krossins að líknarmálum er alkunn, en
klúbburinn hefur einnig látið sig slík mál skipta.
Lög voru sett um ræktunarsamþykktir 1945. Þau munu hvatinn
að stofnun ræktunarsambanda í Strandasýslu, en landshættir
réðu því, að í raun er aðeins um tvö sérstök sambönd að ræða,
Ræktunarsamband Bæjar- og Óspakseyrarhrepps og Ræktunar-
svæði 2, sem nær yfir Fells-, Kirkjubóls- og Hólmavíkurhrepp.
Nyrstu hrepparnir tveir voru sérstök ræktunarsvæði. Samtök
þessi voru stofnuð 1947.
Lengi eimdi eftir af verslunarháttum einokunar á Norðurlandi,
enda var þar minna framboð á fiski en vestanlands, en kaupmenn
sóttust einkum eftir þeirri vörutegund. Einokunarverslunarhætt-
irnir náðu allt vestur til Stranda. Norðlendingar og Strandamenn
reyndu að hnekkja þessum verslunarháttum með stofnun versl-
unarsamtaka. Ein slík, Félagsverslunin við Húnaflóa, voru stofn-
uð að Gauksmýri í Línakradal haustið 1869. Helstu hvatamenn að
stofnuninni voru þrír, sr. Sveinn Skúlason á Staðarbakka, Páll
Vídalín, bóndi og alþingismaður í Víðidalstungu, og Pétur Egg-
erz, kaupmaður á Borðeyri. Félaginu var skipt árið 1874 í svo-
nefnt Grafarósfélag og Borðeyrarfélag. Hið síðarnefnda var félag
Strandamanna, Vestur-Húnvetninga, Borgfirðinga og Mýra-
manna. Gljúfurá aðskildi félagssvæðin. Borðeyrarfélagið hætti
57