Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 64
Þá hefur félögum verið skipt, svo sem ráða má af framanskráðu.
Héraðssamtök eru enn ótalin.
Árið 1940 störfuðu um 50 félög í sýslunni. Telja verður líklegt,
að flestir bændur hafi þá verið félagar í 5—6 félögum, húsfreyjur í
1—2 og uppkomið ógift fólk í 1—2. Tekið skal fram, að margir voru
áfram félagar í ungmennafélögum, sem komnir voru talsvert til
aldurs. Kauptúnabúar hafa ekki verið félagar í jafnmörgum fé-
lögum að jafnaði, einkum heimilisfeður. Fæstir þeirra hafa verið í
búnaðarfélögum af einhverju tagi, en á móti kemur aðild að
verkalýðsfélagi.
Félög kunna raunar að hafa verið fleiri í sýslunni um miðbik 6.
áratugarins, enda voru allmörg sauðfjárræktar- og slysavarnafé-
lög stofnuð um 1950. Fólksfækkun í sýslunni hófst á 5. áratugn-
um, fór vaxandi á 6. áratugnum og hefur haldið áfram síðan, þó í
minna mæli. Þetta hafði mikil áhrif á félagsstarf allt, einkum í
sveitum. Áhrifin virðast hafa verið mest í Hrófbergs- og
Kaldrananeshreppum, enda lagðist verulegur hluti þeirra í eyði.
Þar lögðust félög af í talsverðum mæli af þessari orsök, en fólks-
fæðin hefur vafalaust einnig torveldað starfsemi þeirra félaga,
sem störfuðu áfram.
Tekið skal fram, að á nokkrum stöðum í ritgerð þessari er stuðst
við Sögu íslendinga IX.2 eftir Magnús Jónsson og óprentað rit
eftir höfund þessarar ritgerðar, Atvinnu- og hagsögu íslands, án
þess að slíks sé getið sérstaklega.
62