Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 42
unum stærri. Stórisöðull er þá slakkinn nær Björgunum sem er
stærri og hann miðaður við Byrgisvíkurfjallið og ætla má að til hafl
verið mið sem hét Litlisöðull þótt það þekkist ekki nú á dögum.
Saman hafa þessi mið í seinni tíð verið nefnd Söðlar en hin nöfnin
hafa fallið úr notkun.
8. Hjalli er hákarlamið sem líka er sagt vera á svipuðum slóðum
og Grunniklettur. Líklega er hér hátt við það mið sem nefnt hefur
verið Gæruhjalli en í daglegu tali Hjalli. Það er þegar Gæruhjalli á
Kjörvogshlíð ber við Kjörgvogsmúlann.
9. Hóll er sagður á svipuðum slóðum. Telja má víst að átt sé við
Fiskihól inn í Reykjarfirði og er hann miðaður við Sætrafjallið.
10. Grunn er eins lýst og næstu miðum hér á undan. Einna helst
dettur mér í hug að átt sé við Reykjarnesgrunnið en þarf þó alls
ekki að vera.
11. Keppur er einnig út af T rékyllisvík og hef ég aldrei heyrt þess
getið og enn síður hvar það er.
12. Horn er einnig sagt vera út af Trékyllisvík og er næsta víst að
það er sama mið og nú nefnist svo en þá er Kaldbakshorn að koma
undan Byrgisvíkurfjallinu. Þetta er eitt af höfuðdjúpmiðunum í
Arneshreppi og eru mörg þvermið á það.
13. Lambatindur er þarna einnig. Vafalítið er átt við Lambatind
upp af Kjörvogshlíð. Þetta er mið sem notað hefur verið á seinni
tímum og er þá Lambatindur við Kjörvogsmúlann.
Þau 13 mið sem eru talin hér að ofan eiga beint við verstöðvar í
Árneshreppi en svo koma nokkur mið sem Ólafur Olavius segir
að liggi út undan ströndinni frá Gjögri inn að Kaldrananesi. Hann
segir að þau liggi á víð og dreif í um 1—3 mílna fjarlægð frá landi og
dýpið 60-90 faðmar en sumstaðar minna. Þau eru bæði hákarla-
mið og fiksimið. Þau eru hér talin eins og þau koma fyrir í bókinni:
Klakkar, Hnúfur, Þorleifsbrún, Strönd, Nónfjall og Skrœlingi og enn-
fremur Rönd, Brúnir, Tangagrunn, Hólmar, Skarðshögg, Austurbrún
og Örœfagrunn.
I sóknalýsingum Bókmenntafélagsins sem teknar voru saman
um og fyrir miðja síðustu öld er margan fróðleik að finna. Séra
Sveinbjörn Eyjólfsson tók saman lýsingu Árnessóknar og er hún
dagsett 10. desember 1852. í henni er getið nokkurra miða.
40