Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 61
jóð í Reykjavík, en óvíst er um árangur. Skútustaðahreppur
reyndi að ávaxta fé sveitarsjóðs á árunurn 1853-1856 með því að
lána það út gegn fasteignaveði. Sparnaðarsjóður búlausra í Skút-
ustaðahreppi starfaði á árunum 1858—1864 og Sparisjóður Múla-
sýslna tók til starfa 1868. Sparisjóðum fjölgaði síðan nokkuð til
aldamóta og voru þeir orðnir 13 árið 1900. Tveir sparisjóðir í
Strandasýslu voru í þeim hópi, Sparisjóður Hrútfirðinga, sem var
að líkindum stofnaður 1891, og Sparisjóður Kirkjubóls- og Fells-
hrepps, stofnaður 1891. Eru þeir því meðal elstu sparisjóða lands-
ins. Hinir sjóðirnir tveir eru mun yngri, Sparisjóður Kaldranan-
eshrepps var stofnaður 1948 og Sparisjóður Árneshrepps 1932.
Þéttbýlismyndun hófst seint í Strandasýslu. Mun þetta að lík-
indum vera orsök þess, að verkalýðsfélög voru fyrst stofnuð á 4.
áratugnum, en þá var þörfin brýn fyrir slík samtök, heimskrepp-
an mikla var í algleymingi. Fimm verkalýðsfélög hafa starfað í
sýslunni, og voru þrjú þeirra stofnuð árið 1934 og eitt ári síðar.
Fimmta félagið, Vörubílstjórafélag Strandasýslu var síðan stofnað
1949. Bifreiðar voru fátíðar fram yfir heimsstyrjöldina síðari út
um land og því ekki grundvöllur fyrir slíkt félag fyrr en eftir lok
hennar.
Til samanburðar skal þess getið, að fyrstu verkalýðsfélögin
voru stofnuð á síðari hluta 19. aldar, og voru iðnaðarmenn, sjó-
menn og verslunarmenn þar í fararbroddi. Iðnaðarmannafélag
Reykjavíkur var stofnað 1867, Prentarafélagið eldra 1886, Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur 1891 og Hið íslenzka prentarafélag
1897. Samtök iðnaðar- og verslunarmanna voru sameiginleg fyrir
launþega og atvinnurekendur svo sem hin fornu gildi höfðu
verið. Þetta breyttist á tímabilinu um 1930—1955 og munu alþjóð-
astjórnmál hafa átt nokkurn þátt í þeirri þróun. Fyrstu verka-
mannafélögin voru stofnuð fyrir heimsstyrjöldina fyrri, Dags-
brún 1906, Hlíf í Hafnarfirði og verkakvennafélagið Framsókn
1914. Oll störfuðu þessi fyrstu félög í þéttbýlinu við Faxaflóa.
Ungmennafélagshreyfingin barst til Islands frá Noregi. Fyrsta
ungmennafélagið hérlendis var stofnað á Akureyri 1906, en
hreyfingin breiddist hratt út. Framfarahugur var í mönnum og
sjálfstæðisbaráttan í algleymingi. Kjörorðið var Islandi allt. Svo ör
59