Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 61
jóð í Reykjavík, en óvíst er um árangur. Skútustaðahreppur reyndi að ávaxta fé sveitarsjóðs á árunurn 1853-1856 með því að lána það út gegn fasteignaveði. Sparnaðarsjóður búlausra í Skút- ustaðahreppi starfaði á árunum 1858—1864 og Sparisjóður Múla- sýslna tók til starfa 1868. Sparisjóðum fjölgaði síðan nokkuð til aldamóta og voru þeir orðnir 13 árið 1900. Tveir sparisjóðir í Strandasýslu voru í þeim hópi, Sparisjóður Hrútfirðinga, sem var að líkindum stofnaður 1891, og Sparisjóður Kirkjubóls- og Fells- hrepps, stofnaður 1891. Eru þeir því meðal elstu sparisjóða lands- ins. Hinir sjóðirnir tveir eru mun yngri, Sparisjóður Kaldranan- eshrepps var stofnaður 1948 og Sparisjóður Árneshrepps 1932. Þéttbýlismyndun hófst seint í Strandasýslu. Mun þetta að lík- indum vera orsök þess, að verkalýðsfélög voru fyrst stofnuð á 4. áratugnum, en þá var þörfin brýn fyrir slík samtök, heimskrepp- an mikla var í algleymingi. Fimm verkalýðsfélög hafa starfað í sýslunni, og voru þrjú þeirra stofnuð árið 1934 og eitt ári síðar. Fimmta félagið, Vörubílstjórafélag Strandasýslu var síðan stofnað 1949. Bifreiðar voru fátíðar fram yfir heimsstyrjöldina síðari út um land og því ekki grundvöllur fyrir slíkt félag fyrr en eftir lok hennar. Til samanburðar skal þess getið, að fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð á síðari hluta 19. aldar, og voru iðnaðarmenn, sjó- menn og verslunarmenn þar í fararbroddi. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 1867, Prentarafélagið eldra 1886, Versl- unarmannafélag Reykjavíkur 1891 og Hið íslenzka prentarafélag 1897. Samtök iðnaðar- og verslunarmanna voru sameiginleg fyrir launþega og atvinnurekendur svo sem hin fornu gildi höfðu verið. Þetta breyttist á tímabilinu um 1930—1955 og munu alþjóð- astjórnmál hafa átt nokkurn þátt í þeirri þróun. Fyrstu verka- mannafélögin voru stofnuð fyrir heimsstyrjöldina fyrri, Dags- brún 1906, Hlíf í Hafnarfirði og verkakvennafélagið Framsókn 1914. Oll störfuðu þessi fyrstu félög í þéttbýlinu við Faxaflóa. Ungmennafélagshreyfingin barst til Islands frá Noregi. Fyrsta ungmennafélagið hérlendis var stofnað á Akureyri 1906, en hreyfingin breiddist hratt út. Framfarahugur var í mönnum og sjálfstæðisbaráttan í algleymingi. Kjörorðið var Islandi allt. Svo ör 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.