Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 60
rekstri um 1877 og að því er virðist vegna gjaldþrots norsks
viðskiptavinar, Mohn & Co. í Björgvin. Félagið hafði starfað af
þrótti, en saga þess er að mestu óskráð. Þar bíður mikið við-
fangsefni.
Kaupfélög nútímans eiga ekki rætur að rekja til Félagsverslun-
arinnar við Húnaflóa og annarra slíkra samtaka á 19. öld. Forsaga
kaupfélaganna er sú, að Islendingar hófu að selja búfé á fæti til
útlanda á síðari hluta 19. aldar, hross um 1850 og sauðfé 1866. Alls
er talið að 62398 hross hafi verið seld úr landi á 19. öld og fyrir um
þrjár milljónir króna. Utflutningur lifandi fjár hófst að marki um
1880 og er talið, að 10000-60000 kindur hafi verið fluttar út
árlega samkvæmt skýrslum, en kunnugir töldu útflutninginn hafa
verið allt að tvöfalt meiri sum ár. Englendingar voru aðalkaup-
endur og greiddu með gulli. Ymsum hugkvæmdist um 1880, að
hagkvæmara væri að fá búféð greitt með vörum. Kaupendur
lögðust ekki gegn þessu, enda fengu sauðatökuskipin þá farm á
leiðinni til íslands. Flutningskostnaður varð því í lágmarki. Pönt-
unarfélög voru stofnuð til að skipuleggja þessa verslun, og eru
þau forverar kaupfélaganna. Fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag
Þingeyinga, var stofnað 20. febrúar 1882, en um aldamót hafði á
annan tug kaupfélaga verið stofnuð, flest nyrðra.
Tvö kaupfélög voru stofnuð í Strandasýslu fyrir aldamótin
1900, Kaupfélag Steingrímsfjarðar 1898 og Verslunarfélag Hrút-
firðinga ári síðar, og eru þau því meðal elstu kaupfélaga landsins.
Kaupfélag Strandamanna í Norðurfirði var stofnað 1906, en þar
hafði starfað deild úr Kaupfélagi Steingrímsfjarðar frá 1903.
Yngst er Kaupfélag Bitrufjarðar, stofnað 1942, en deild úr Kaup-
félagi Hrútfxrðinga hafði starfað á Bitru frá 1929. Tekið skal
fram, að kaupfélögin við Hrútaijörð og Steingrímsíjörð nefndust
verslunarfélög í fyrstu.
Fjórir sparisjóðir hafa starfað í sýslunni auk tveggja styrktar-
sjóða. Fyrstu sparisjóðir í Danaveldi tóku til starfa um 1810, en um
miðja öldina voru slíkir sjóðir orðnir allmargir og lánuðu einkum
fé til landbúnaðar. Jón Sigurðsson forseti þekkti starfsemi sjóð-
anna í Danmörku og hvatti Islendinga til að stofna sparisjóði um
1850. Tveimur árum áður mun hafa verið reynt að stofna sparis-
58