Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 91

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 91
Það var um mitt sumar árið 1928 fremur en 1927, að gest bar að garði í Skjaldarvík. Þetta var ungur og viðfeldinn rnaður. Hann var ríðandi og reiddi undir sér mikinn farangur að mér fannst. Það var seinni hluta dags sem hann kom, svo hann baðst gistingar sem auðvitað var auðsótt. Erindi þessa ókunna manns var að selja bók. Hann bauð móður minni bókina. Með hvaða formála man ég ekki en eitt er víst að hún keypti eitt eintak. Hann sýndi okkur bókina. En furðulegt fannst mér að engin blöð voru í henni. Þetta var bara pappaaskja sem leit út eins og bók. Hann sagði að hún kæmi bráðlega út og þá yrði hún send. En ég braut lengi heilann um hvernig sú bók mundi vera sem engin vseru blöðin í. Einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég var beðinn að fylgja manninum að Dröngum. Faðir minn var ekki heima og eldri bróðir minn hefur líklega ekki verið viðlátinn. Eg hef þá verið 5 eða 6 ára. Mér þótti nokkur upphefð í að fylgja ókunnum manni til næsta bæjar. Austur að Dröngum var um fjögurra sttmda gangur. Engar torfærur eru á þessari leið nema þá helst fijarnarfjarðarós sem skiptir löndum milli Skjaldarvíkur og Dranga. Bjarnarfjarðaráin eins og við kölluðum Osinn í daglegu tali kemur undan Drangajökli og á frekar stutta leið til sjávar. Leirur hafa myndast í ljarðarbotninum. Þar er útfiri mikið. Um háflóð fellur sjór langt fram á eyrar, þangað sem áin rennur í streng. Botn árinnar er þar allgrýttur. Þykir því ráðlegra að fara leirurnar um fjöru, en þar fellur áin í kvíslum. Stundum getur þó verið hætta á sandbleytu. Eg held nú samt að móðir mín hafi borið nokkurn kvíðboga fyrir þessari ferð minni, þótt hún léti ekki á því bera. Hún átti hest, sem hét Lýsa. Bar hún mikið traust til hennar. Vera má að hún hafi treyst meir á vit hennar og öryggi á ferðalögum en forsjá naína. Ég var ánægður með að fá Lýsu sem reiðskjóta. Ég hugsaði nú gott til fararinnar. Lýsa var fremur smá vexti, en nokkuð þrekin, brokkgeng og heldur þótti hún höst. Viljug var hún og liðugur ferðahestur. Hún var vel skyni borin og fór jafnan fyrir hinurn hestunum ef þeir voru reknir eða á ferð saman, einkum ef 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.