Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 91
Það var um mitt sumar árið 1928 fremur en 1927, að gest bar að
garði í Skjaldarvík. Þetta var ungur og viðfeldinn rnaður. Hann
var ríðandi og reiddi undir sér mikinn farangur að mér fannst.
Það var seinni hluta dags sem hann kom, svo hann baðst gistingar
sem auðvitað var auðsótt. Erindi þessa ókunna manns var að selja
bók. Hann bauð móður minni bókina. Með hvaða formála man ég
ekki en eitt er víst að hún keypti eitt eintak.
Hann sýndi okkur bókina. En furðulegt fannst mér að engin
blöð voru í henni. Þetta var bara pappaaskja sem leit út eins og
bók. Hann sagði að hún kæmi bráðlega út og þá yrði hún send. En
ég braut lengi heilann um hvernig sú bók mundi vera sem engin
vseru blöðin í.
Einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég var beðinn að
fylgja manninum að Dröngum. Faðir minn var ekki heima og
eldri bróðir minn hefur líklega ekki verið viðlátinn. Eg hef þá
verið 5 eða 6 ára. Mér þótti nokkur upphefð í að fylgja ókunnum
manni til næsta bæjar. Austur að Dröngum var um fjögurra
sttmda gangur. Engar torfærur eru á þessari leið nema þá helst
fijarnarfjarðarós sem skiptir löndum milli Skjaldarvíkur og
Dranga. Bjarnarfjarðaráin eins og við kölluðum Osinn í
daglegu tali kemur undan Drangajökli og á frekar stutta leið til
sjávar.
Leirur hafa myndast í ljarðarbotninum. Þar er útfiri mikið. Um
háflóð fellur sjór langt fram á eyrar, þangað sem áin rennur í
streng. Botn árinnar er þar allgrýttur. Þykir því ráðlegra að fara
leirurnar um fjöru, en þar fellur áin í kvíslum. Stundum getur þó
verið hætta á sandbleytu.
Eg held nú samt að móðir mín hafi borið nokkurn kvíðboga
fyrir þessari ferð minni, þótt hún léti ekki á því bera. Hún átti hest,
sem hét Lýsa. Bar hún mikið traust til hennar. Vera má að hún
hafi treyst meir á vit hennar og öryggi á ferðalögum en forsjá
naína. Ég var ánægður með að fá Lýsu sem reiðskjóta. Ég hugsaði
nú gott til fararinnar. Lýsa var fremur smá vexti, en nokkuð
þrekin, brokkgeng og heldur þótti hún höst. Viljug var hún og
liðugur ferðahestur. Hún var vel skyni borin og fór jafnan fyrir
hinurn hestunum ef þeir voru reknir eða á ferð saman, einkum ef
89