Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 110
fyrir þetta fólk en það lokar sig bókstaflega inni í einstæðings-
skapnum og volinu.
Á flestum stöðum sem eitthvað kveður að þéttbýliskjörnunum,
eru komin athvörf og stofnanir bæði fyrir börn og gamalt fólk. Oft
eru þessar stofnanir í nágrenni hvor við aðra. Hversvegna ekki að
láta börnin skreppa á elliheimilin nokkur í einu, svona á viku eða
hálfsmánaðarfresti? Ekki mörg í einu, láta þau skiptast á. Mætti
ekki leyfa þeim að verða sér úti um auka afa eða ömmu í leiðinni?
Eg er viss um að svona gagnkvæm vinátta og væntumþykja yrði vel
þegin af báðum aðilum. Svo kostaði þetta þjóðfélagið ekki neitt!
Svo er eitt enn. Eg hef stundum að gamni mínu fengið hjá eldra
fólkinu ferðasögur, dýrasögur og annað það, sem það hefur skráð
hjá sér og reynt að koma til birtingar í útvarp og lítils háttar í
sjónvarp. En það hefur yfirleitt verið endursent, þar sem það er
afþakkað kurteislega. Hversvegna ekki að ætla þessum aldurs-
hópi þó ekki væri nerna klukkutími á viku? Segjum á rúmhelgum
degi fyrir hádegi. Það yrði aldrei verra en forustugreinar dagblað-
anna eða annað þrautfúlt efni sem glymur sí og æ í eyrum manns.
Þeir sem líkaði efnið illa gætu skipt um rás á meðan. Þetta er bara
ábending. En við þá, sem eru orðnir aldraðir, vil ég segja þetta:
Sóið ekki þessum stutta tíma sem eftir er af ævinni í það að gráta
gengna tíð, þetta er liðið og kemur ekki aftur. Gleðjist og gleðjið
aðra. Talið saman, hlæið saman og skemmtið ykkur saman. Ekki
að bíða eftir að einhver annar komi til ykkar. Snertið hvert annað,
hjálpið hvert öðru, látið ykkur þykja vænt hvoru um annað.
Byrjið sjálf, takið frumkvæðið. Þá verðið þið aldrei einmana.