Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 24
kosti karpað, reynt að lempa kottega sinn. En ekki Sigurður Pétursson. Hann
gerði sér lítið fyrir - fremur en að skilja bátinn eftir í tvísýnu - og tók skip
Guðmundar Helgastaða í tog og sigldi það sem eftir var leiðarinnar á lús-
hcegri ferð. Guðmundur sat allan tímann keikur undir stýri á sínu skipi.
Kristmanni kippir í kynið.
Agnar Kofoed Hansen, fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík
og síðan flugmálastjóri, getur um kynni sín af Guðmundi í
minningum sínum, A brattann, semjóhannes Helgi skráði og AB
gaf út 1979. Þar segir Agnar að hann hafi barn að aldri skotið
við hlið Guðmundar, „ritnr og máva og stundum það sem bannað
var að skjóta: „pokaendur“, bœði blika og kollur. “ Þetta var í vörum
og bannsvæðum Reykjavíkur á þeim tíma og til að lögreglan
tæki þá ekki sendu þeir stráka til að hafa gát á lögreglunni. Síð-
an segir Agnar:
Seinna, þegar ég var kominn í lögregluna og hitti Guðmund Helgastaða
á fómum vegi komst ég alltaf í gott skap og mörg glensyrðin fuku okkar á
milli. Hann var einn af þessum gömlu góðu veiðimönnum og litríku persón-
um sem nú eru alveg horfnar í Reykjavík og er mikill sjónarsviptir að þeim.
Kristjáns Vattnes, fæddur 2. september 1916 á Vattarnesi við
Reyðarfjörð, dáinn 31. desember 1992, fyrrverandi lögreglu-
maður í Reykjavík, er lofsamlega getið í minningum Agnars Kof-
oed Hansen Lögreglustjóri á stríðsárunum sem Jóhannes Helgi
skráði og AB gaf út árið 1981. Kristján var mikill vinur Guð-
mundar Jónssonar frá Helgastöðum. Síðustu starfsár sín var
Kristján vaktmaður í Holtagörðum þar sem Júlíus Oskar Asgeirs-
son, frá Eskifirði, var þá verkstjóri og náðu þeir vel saman enda
frændur að austan. Júlíus sagði mér eftir Kristjáni að það hefði
nú borið einkennilega að hvernig Kristmann, sonur Guðmund-
ar, hefði orðið til. Þannig var að Guðmundur var á bát sínum
Hönnu út á Faxaflóa en í stað þess að ná til síns heima (þ.e. til
Reykjavíkur) náði hann landi upp á Mýrum og áður en hann
hafði aftur náð landi í Reykjavík hafði hann hitt Sigríði Björns-
dóttur, fædd 8. október 1875, dáin 12. apríl 1950, frá Þverfelli,
Lundareykjadal, sem honum leist meira en lítið vel á. Síðar kom
þessi stúlka til Reykjavíkur og tókust þá frekari kynni með þeim
og með þeim afleiðingum að Sigríður varð barnshafandi og
22