Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 50
nemendanna væri Fanney Hjaltadótdr. Kristján Jónsson segir (A
gömluvi merg, Þorsteinn Matthíasson 1983) að hann hafi verið í
þriggja mánaða skóla hjá Finni, sem kenndi heima hjá sér. En
hvar átti Finnur heima? Ennfremur segir um Olaf Sigvaldason
(Isl. samtíðarmenn), að hann hafi numið í unglingaskóla Finns
Magnússonar 1928. Þessir fáu og óljósu punktar benda til þess,
að hér hafi Finnur verið í broddi fylkingar, eilítið á undan skóla-
yfirvöldum.
1929— 30. Finnur kemur nú aftur að skólanum í stað Hjartar,
en Jónas er áfram. Þennan vetur starfaði unglingaskóli og voru
nemendur 13. Kennslutíminn var frá 3. jan. 1930 til 1. apríl
1930. Skýrslur um unglingaskólann eru færðar mjög skilmerki-
lega í sérstaka bók, og eru þar færðar prófskýrslur, auk þess skrá
um bækur, sem lesnar voru og stundafjölda í hverri grein. Próf-
dómari fýrri veturinn var Kristinn Benediktsson en séra Jón
Norðfjörð Johannesen þann síðari.
I lok skýrslu sinnar skrifar Jónas upp kennsluáhöld unglinga-
skólans, sem eru: 6 landakort (af heimsálfum), 3 kort af líkams-
byggingu mannsins. Eðlisfræði: 1 lakkstöng, 1 glerstöng, 1 ten-
ingakassi, 1 stækkunargler.
1930- 32. Þeir Finnur og Jónas hættu nú báðir, en Guðrún
Diðriksdóttir tók við. Hún virðist hafa verið ein við kennsluna,
enda enginn unglingaskóli haldinn næstu árin. Finnur var próf-
dómari þessi ár. Guðrún fluttist til Akraness og var á meðal
þeirra, sem Haraldur Böðvarsson heiðraði fyrir vel unnin störf í
áratugi.
1932—33. Heimskreppan hafði hrjáð Flólmvíkinga ekki síður
en aðra undanfarin ár og var þungi hennar nú að nálgast há-
markið. Yfirvöld taka að leita að útstrikanlegum gjaldaliðum, og
hér var einn, sem e.t.v. mátti missa sig? Fræðslunefndin ritar
fræðslumálastjóra bréf 17. maí 1932 og tjáir honum þá hug-
mynd hreppsnefndarinnar, að fella niður opinbera kennslu
næsta vetur:
Sökum greiðsluskorts og getuleysis hreppsbúa á þessum vand-
ræðatímum, telur hún litlar eða engar líkur til þess, að hún hafi fé á
milli handa til þeirra útgjalda, sem naumast geta orðið minni, miðað
við 24 vikna kennslu en 800-1000 kr.
48