Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 109
barnlaus, heljarmenni að burðum og svo hraustur að af bar.
Mikill ferðagarpur og þekktur um land allt af ferðum sínum, en
Hallvarður fór oft með bréf valdsmanna milli landshluta. Höfð-
ingjadjarfur var hann og lét engan eiga hjá sér. Frómur var hann
og fáskiptinn og skáld gott. Hann er grafinn í túninu í Skjalda-
bjarnarvík eins og áður er sagt. An yfirsöngs eða vitundar prests,
enda mun hann hafa verið lítill vinur þeirra.
Síðasti bóndinn í Skjaldabjarnarvík var Guðjón Kristjánsson
er bjó þar fyrst 1905-23 og svo aftur 1935-47. Frá 1940-46 var
tvíbýli, þá bjó Olafur Jónsson þar ásamt Guðjóni, en Olafur
kemur þangað 1935. Árið 1947 er svo byggðasaga Skjaldabjarn-
arvíkur öll, enda er þá mjög farið að halla undan fæti fyrir
byggðirnar þar norður frá, sem eins og kunnugt er endaði með
algjörri auðn frá Munaðarnesi 1 Árneshreppi allar götur að Ár-
múla í Nauteyrarhreppi og ekki sér fyrir endann á þessari þró-
un. Hvort þetta er til góðs verður hver að dæma fyrir sig. En
land sem fóstrað hefur mannfólk og mannlíf í 1000 ár hlýtur að
hafa einhver þau landsgæði sem eftirsjá er í. Gleymum því ekki
að stórbrotin náttúra krefst stórbrotins lífs. Stórbrotið líf stækk-
ar þá sem takast á við vandamál hversdagsins.
Hornstrandir hafa alla tíð verið mjög afskekktar, svo mjög að
valdsmenn fyrri tíma komu ekki þangað árum og áratugum sam-
an. Það er því engin furða þótt þangað leituðu þeir menn sem
einhverra hluta vegna lentu upp á kant við lögin og þurftu að
forðast refsivönd þeirra. Þótt margir af þessum mönnum hafi
verið ógæfumenn sem vegna fátæktar og annarra ytri aðstæðna
urðu að flýja heimabyggð sína og leita norður á þessar furðu-
strandir, var þar einnig margt rustamennið sem vart var aufúsu-
gestur á fátækum og einangruðum býlum. Þó held ég að óhætt
sé að segja að yfirleitt hafi Strandamenn tekið þessu fólki vel.
Veitt þeim mat og húsaskjól og mörgum var komið í skútur til
annarra landa. Vafalaust hafa þeir borið hlýjan hug til Stranda-
manna, þó sumir séu þeirrar gerðar að launa greiða með ódæð-
um.
Frægastir þessara útilegumanna er vafalaust Fjalla-Eyvindur
og Halla, einnig er þeirra getið Arnesar Pálssonar og Abrahams
úr Haukadal svo og Halldórs nokkurs Ásgrímssonar, sem talinn
107