Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 150
Árið 1915 var kaleikur frá kirkj-
unni hreinsaður syðra, forn og frá
Tröllatungu, merkur gripur í
renaissance-stíl, allur kringlóttur,
vandað silfursmíði, gylltur innan
og út á barmana. Hæð hans er
16.5 sm. Jens Pedersen silfursmið-
ur í Kaupmannahöfn gerði kaleik-
inn 1711, og er auk einkennis-
stafa hans á grafinn Ráðhússtimp-
ill Kaupmannahafnar árið 1721.
Patínan er samstæð, gyllt innan
og með gylltu kenniletri á barmi.
Auk þess á kirkjan annan kaleik
og af gotneskri gerð með miklu
verki, settur rauðum steinum.
Samstæð patína og er minningar-
gjöf urn merkiskonuna Matthildi
Benediktsdóttur á Smáhömrum
og menn hennar, Guðbrand Jóns-
son og Björn Halldórsson.
Klukkur eru 2 í turni, önnur frá 1734, rúmir 29 cm í þvermál
og hin 1849. Ber hún áletrunina: SSS og SMD, 33,5 sm í þvermál.
Skírnarfonturinn er áletruð silfurskál í fögrum stauplaga um-
búnaði, smíði Skeggja Samúelssonar, tengdasonar síra Jóns og
frú Guðnýjar og gefmn kirkjunni af börnum þeirra, tengdabörn-
um og fjölskyldum þeirra á 50 ára vígsluafmælinu.
Rafmagn var tekið dl hitunar og lýsingar 1974. Sjöarma ljósa-
hjálmur hangir í rniðri fölblárri, skýjaðri hvelfingunni og á þilj-
um 6 veggljós. Auk þess önnur góð lýsing, einnig úti. Upplýsing-
ar urn það og fjölmargt annað varðandi kirkjuna gaf mér 1981
Sigurður Jónsson bóndi og meðhjálpari á Felli, d. 1. maí 1991.
Ekki taldi hann vitað, hvað orðið hefði af gömlum predikunar-
stóli og fornri kirkjuhurð með koparhring frá Tröllatungu, enda
all langt um liðið, þegar hann mundi fýrst eftir sér, yngsta barn
prófastshjónanna.
Fyrstu skírnarbörnin, sem voru vatni ausin í nýju kirkjunni
148