Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 142
T.a.m. var ekki mögulegt að segja sig til móðurkirkjunnar, hinn-
ar katólsku, nema eftir all nokkurn undirbúning og skóla. Raun-
ar því aðeins kostur Reykvíkinga og helzt við sæmileg efni.
Hitt var fremur á færi: að leysa sóknarband, og varð sú raun-
in í Tröllatunguprestakalli. Sögðu bændur sig úr bindingu við
sóknarprestinn, með sínu heimilishúsi, og tóku sér kjörprest,
sem varð að vera löggiltur sóknarprestur, helzt í nágrannasókn
og brauði. Kvað svo rnikið að hér í sóknum, að fullt óefni var
fyrir síra Arnóri á Felli. Er grannprestarnir í héraðinu treguðust
til að verða kjörprestar sóknarbarna síra Arnórs varð ekki annað
fyrir en að leita til Staðarprests á Reykjanesi, enda hafði prests-
setrið í Garpsdal verið lagt niður þegar þetta var og sókninni
þjónað með Saurbæjarþingum. Tíð prestaskipti, einnig á Stað í
Steingrímsfirði, urðu til þess að leita varð jafnvel allt vestur í
Gufudal. Afdamótapresturinn þar, ogjafnframt hinn síðasti stað-
arprestur, færði lítt og óreglulega kirkjubækur, en síra Arnóri
var skylt að bóka prestsverk, sem tilkynnt voru vegna sóknar-
bandsleysingja, og sálnaregistur varð hann að skrá eins og skilj-
anlegt er. Langt fram eftir þessari öld var erfitt um vottorð, þeg-
ar í kirkjubók voru auðir dálkar frá þessurn árum í Gufudal.
Leysing sóknarbandsins í Tröllatunguprestakalli er sérefni og
verður ekki rakið sem skyldi að sinni, þó að nauðsyn væri að
nefna. Er það ekki gamanmál, því að á alla grein voru þetta
vandræði. íleiðis er sjálfgefið að minnast enn á prestakallalögin
frá 1907 og ítrekað, að þau voru sett til þess að veita prestunum
þau kjör og aðstæður, að gæti haldið uppi viðhlítanlegri rausn
og reisn höfðubólshugmyndar þjóðarinnar, en væri ekki eftir-
bátar sóknarbænda sinna í búskapnum og fátækir baslarar.
Prestssetur 1908-1951
I Strandaprófastsdæmi héldust þó enn hin 4 gamalgrónu
prestaköll: Arnes-, Staðar-, Tröllatungu- og Prestbakka-, nema
hvað sú breyting hafði verið gerð og samþykkt 1906, að kirkjurn-
ar í Tröllatungu og á Felli yrðu aflagðar og sóknirnar sameinað-
ar að nýrri kirkju á Kollafjarðarnesi. Hugmyndir, sem fram
140