Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 111
gat allt breyst, eins og hendi væri veifað. Sólin og sunnangolan
horfin en í staðinn komið grenjandi norðanbál. Rigningin
breyttist í slyddu og slyddan breytist í snjó. Sjórinn varð á auga-
bragði að æðandi ófreskju. Þá var hver og einn sæll sem gat
komið sér í skjól og beðið meðan ósköpin gengu yfir. Þá urðu
menn litlir og vanmáttugir frammi fyrir ógnarkröftum náttúru-
aflanna.
Þannig eru Strandirnar enn í dag, en nú eru þar ekki lengur
býlin smáu. Nú situr þar enginn lengur undir frosinni baðstofu-
þekju við litla ljóstýru og bíður vorsins. Enginn áhyggjufullur
bóndi í þykkum vaðmálsfötum, sem hlustar á hríðina beija þekj-
una og veltir fyrir sér hvað heyin muni endast lengi handa þess-
um fáu skepnum. Enginn áhyggjufull húsmóðir sem ekki veit
hvað hún á að skammta heimilisfólkinu. Engin börn sem með
andadrættinum reyna að þýða örlítið gat á hélaða litla íjögra-
rúðu gluggann svo þau geti séð hvernig hríðin dansar kringum
litla bæinn sem er næstum fenntur í kaf og látið hugann búa til
ævintýri um stórar hallir, prinsessur í álögum, stór hlý og dýrð-
leg lönd þar sem sólin skín og blómin anga, eitthvað sem ekkert
á skylt við raunveruleikann, eitthvað sem ekki minnir á tómt búr,
eitthvað sem ekki minnir á litlu baðstofukytruna sem skelfur
undan átökum veðursins. En það voraði samt þá og það vorar
enn, en núna hlaupa engir út til að gá að því hvort eitthvað hafi
rekið, hvort fuglinn sé kominn í bjargið, hvað stóri skaflinn
framan við bæinn hafi þiðnað mikið síðan í gær. Það eru komin
sögulok, punturinn hefur verið settur aftan við síðasta orðið í
1000 ára sögu byggðar á Hornströndum, eða eru þetta bara
kaflaskil? Því getur framtíðin ein svarað. En við erum ekki í
framtíðinni núna, við eru ekki einu sinni í nútíðinni. Við reik-
um um lendur fortíðarinnar. Við sjáum undarlega klætt fólk,
undarleg tæki og tól, undarlegar byggingar. Allt er framandi, við
erum í annarri veröld, öðrum tíma. En þetta fólk sem við sjáum
er fólkið okkar, þaðan erum við komin. Við berum ættarmót
þess, kannski hugsum við ekki ósvipað.
109