Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 120

Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 120
með tófuskinnin á hakinu áleiðis til ísafjarðar. Eflaust hefur veiðin verði góð þennan veturinn og Pétur verið bjartsýn og ánægður. Að minnsta kosti seldi hann vel því hann kaupir út- varpstæki, telefunken þriggja lampa, með stórum sérstæðum há- talara ásamt leiðslum og loftneti og svo auðvitað rafhlöðu og sýrugeymi, sem var vandamálið stóra. Þessir geymar voru bæði þungir og vandmeðfarnir. Sýran vildi slettast úr þeim og brenndi þá allt sem fyrir varð. Endingartíminn var líka mjög tak- markaður. Það þurfti því oft að hlaða þá og var það mikið vanda- mál á fyrstu árum útvarpsins, fara þurfti um langan veg til að komast í hleðslu. En ekkert af þessu setur Pétur fyrir sig: Hann býr um tækið, tekur við öllum leiðbeiningum sem fáanlegar eru og leggur af stað heim á leið með nýja tímann á bakinu og fer yfir það í huganum hvernig eigi að tengja Skjaldabjarnarvík við umheiminn. Þegar heim er komið er farið eftir öllum leiðbeiningum. Reist heljarmikið mastur og loftnetið fest í það með tilheyrandi postu- línskúlum. Fata grafin djúpt í jörðu og jarðsambandið tengt, leiðsla sett hér og leiðsla sett þar. Svo er skrúfað frá. Elndur og stórmerki skulu gerast. En viti menn. Ekkert heyrist. Það er far- ið aftur yfir allt en sama sagan, algjör þögn, rétt eins og hún hafði verið undangengin 1000 ár. Gat þetta þá ekki gengið, var ekki hægt að tengja Skjaldabjarnarvík við umheiminn, voru þessi býli dæmd til að búa við þögn og einangrun um aldir? En við þetta er ekki hægt að sætta sig. Tækið er sett aftur í kassann og kassinn settur á bakið og haldið sömu leið til ísa- fjarðar. Þar segir Pétur sínar farir ekki sléttar, ekkert heyrist í tækinu. Kaupmaður skoðar gripinn og kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu að einum lampanum hafi ekki verið þrýst nægilega niður í sætið. Og með það er haldið heim sömu leið. Tæknin er viðkvæm og vandmeðfarin, enn þann dag í dag, hvað þá fyrir þá sem voru að sjá þetta í fyrsta sinn. Þegar heim er komið er aftur farið yfir alla hluti og gert eins og allar leiðbeiningar segja til um. Þegar skrúfað er frá stendur allt heimilisfólkið í kringum þetta undratæki og heldur niðri í sér andanum. Og viti menn, það kemur rödd, ekki úr sýnilegum 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.