Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 120
með tófuskinnin á hakinu áleiðis til ísafjarðar. Eflaust hefur
veiðin verði góð þennan veturinn og Pétur verið bjartsýn og
ánægður. Að minnsta kosti seldi hann vel því hann kaupir út-
varpstæki, telefunken þriggja lampa, með stórum sérstæðum há-
talara ásamt leiðslum og loftneti og svo auðvitað rafhlöðu og
sýrugeymi, sem var vandamálið stóra. Þessir geymar voru bæði
þungir og vandmeðfarnir. Sýran vildi slettast úr þeim og
brenndi þá allt sem fyrir varð. Endingartíminn var líka mjög tak-
markaður. Það þurfti því oft að hlaða þá og var það mikið vanda-
mál á fyrstu árum útvarpsins, fara þurfti um langan veg til að
komast í hleðslu. En ekkert af þessu setur Pétur fyrir sig: Hann
býr um tækið, tekur við öllum leiðbeiningum sem fáanlegar eru
og leggur af stað heim á leið með nýja tímann á bakinu og fer
yfir það í huganum hvernig eigi að tengja Skjaldabjarnarvík við
umheiminn.
Þegar heim er komið er farið eftir öllum leiðbeiningum. Reist
heljarmikið mastur og loftnetið fest í það með tilheyrandi postu-
línskúlum. Fata grafin djúpt í jörðu og jarðsambandið tengt,
leiðsla sett hér og leiðsla sett þar. Svo er skrúfað frá. Elndur og
stórmerki skulu gerast. En viti menn. Ekkert heyrist. Það er far-
ið aftur yfir allt en sama sagan, algjör þögn, rétt eins og hún
hafði verið undangengin 1000 ár. Gat þetta þá ekki gengið, var
ekki hægt að tengja Skjaldabjarnarvík við umheiminn, voru
þessi býli dæmd til að búa við þögn og einangrun um aldir?
En við þetta er ekki hægt að sætta sig. Tækið er sett aftur í
kassann og kassinn settur á bakið og haldið sömu leið til ísa-
fjarðar. Þar segir Pétur sínar farir ekki sléttar, ekkert heyrist í
tækinu. Kaupmaður skoðar gripinn og kemst fljótlega að þeirri
niðurstöðu að einum lampanum hafi ekki verið þrýst nægilega
niður í sætið. Og með það er haldið heim sömu leið. Tæknin er
viðkvæm og vandmeðfarin, enn þann dag í dag, hvað þá fyrir þá
sem voru að sjá þetta í fyrsta sinn.
Þegar heim er komið er aftur farið yfir alla hluti og gert eins
og allar leiðbeiningar segja til um. Þegar skrúfað er frá stendur
allt heimilisfólkið í kringum þetta undratæki og heldur niðri í
sér andanum. Og viti menn, það kemur rödd, ekki úr sýnilegum
118