Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 38
Reikningur
yfir kostnað við skólahald Hrófbergshreppsfræðsluhéraðs
að Hólmavík veturinn 1910-1911
Kr.a. Kr.a.
1. Skólaáhöld 76,55
2. Borð, bekkir og skólatafla 42,00 118,55
3. Kennaralaun 120,00
4. Fæði kennarans 128/00 og húsnæði 18/00. 146,00
5. Ræsting og þesl. í skólahúsinu 25,00
6. Kol og uppkveikja til hitunar skólahúsi .... 30,50
7. 10,45 331,95
Þetta allt borgað af hreppssjóði.
8. Leiga af skólahúsinu með ofni og lampa . . . 20,00
9. Fæði kennarans í mánuð fyrir og eftir
skólatíma 28,00 48,00
Lagt til af forrn. fræðslunefndar án endurgj. Kr. 498,50
Hólmavík, 24. júní 1911
Guðjón Guðlaugsson
(pt. form fræðslunefndarinnar)
Ekki verða fundnar heimildir um skólahald í hreppnum
næstu 2 skólaár 1911-13, en sennilegt er að Guðjón Kristmunds-
son hafi þá kennt á einkaheimilum.
Fyrsta prófskýrslan í bókinni er frá vorinu 1913, og bendir
hún til, að einhver kennsla hafi farið fram um veturinn. Og
þeim mun líklegra er það, því að fram kemur, að 11 af 18 nem-
endum hlutu einkunnir frá 6-7 (hæst gefið 8).
Haustið 1913 (14. sept.) er haldinn fundur nýrrar fræðslu-
nefndar auk 8 annarra atkvæðisbærra manna. Fundargerðinni
eru gerð skil í 51/2 línu:
1. Lesið upp, athugasemdir um fræðslumál í Hrófbergshreppi eft-
ir prófdómara. (Því miður eru athugasemdir þessar ekki bókaðar,
eins og prófdómari gerir síðar, sjá aftar. Ó.B.).
2. Komið fyrir 12-15 börnum í hús á Hólmavík, í fæði og húsnæði
fyrir 0/65 á dag. Ennfremur komið kennara fyrir 1/10 á dag, auk
þjónustu.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið.
d.u.s.
Páll Gíslason, Jón Tómasson, Magnús Lýðsson
36