Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 144
Byggingarár kirkjuhúsanna í héraðinu voru 1850 í Árnesi, og
er elzta hús í Strandasýslu, sem minnzt mun verða á sumri kom-
anda. Ári yngri er Kaldrananeskirkja, frá 1855 á Stað, í Trölla-
tungu eina torfkirkjan, byggð 1848 og var orðin mjög fallandi,
þegar Kollafjarðarneskirkjan var reist, en Fellskirkja altimburhús
frá 1872, Ospakseyrarkirkja 1877 og á Prestbakka frá þjóðhátíð-
arárinu. Stefán skáld frá Hvítadal sagði, að Sigurður Sigurðsson
kirkjusmiður, faðir hans, hefði byggt 12 trékirkjur. Þeirra er nú
engin eftir í Strandasýslu, en Staðarkirkja í Hrútafirði frá 1886,
prýðilega við haldið og endurbætt.
Að kirkjulagasetningunni 1882 tirðu léns- og bændakirkjurn-
ar smám saman safnaðarkirkjur, þó að enn finnist dærni hinnar
gömlu skipunar. Haustið 1899 tók Ospakseyrarsöfnuður við
kirkjunni, en við langar umþóttanir í Tröllatungusókn var fyrst
ráðið, að kirkjan yrði flutt að Heydalsá. Guðmundur Bárðarson
hreppstjóri á Kollafjarðarnesi lagði til, að yrði 4 bæirnir utan-
verðast í sókninni lagðir til Tröllatungusóknar, tæki söfnuðurinn
við kirkjunni, ella væri ekki fjárhagslegur grundvöllur. Eru bréf
varðveitt á bók Strandaprófasts, síra Eiríks Gíslasonar á Prest-
bakka og Stað, um þær þreifingar, en fullur skriður komst á mál-
ið 1904, þegar Guðmundur G. Bárðarson náttúrufræðingur og
kornungur búandi á eignarjörð föður síns, fór búferlum inn að
Bæ í Hrútafirði. Þangað var faðir hans farinn 2 árum fyrr, eftir
20 ára búnað á Kollafjarðarnesi. Voru þeir góðbændur báðir
sem annar á hinni miklu hlunnindajörð, með Hvalsá, eins og
löngum fyrr var byggt og búið. Þar aðeins nefndir bændahöfð-
ingjarnir Einar Jónsson og Ásgeir sonur hans, sem fór að Þing-
eyraklaustri 1861. Voru þá 77 ár liðin, frá því er Einar settist að
fullu að búi á Kollafjarðarnesi. Voru þeir héraðsfrægir af alþýðu-
gjöfum Einars og einkum Ásgeir þjóðkunnur, þingmaður í for-
ystusveit liðsmanna Jóns Sigurðssonar.
Þegar Guðmundur G. Bárðarson treystist ekki til að halda
stórbúinu á erfðajörð sinni, en hann var þjáður af sullaveiki, var
leið opin til hinna miklu áfangaskila. Torfkirkjan í Tröllatungu
að falli komin, prestssetrið flutt að Felli. Þegar síra Jón Brands-
son kom til brauðsins, var honum einróma fagnað og greiddist
brátt úr snurðum sóknarbandsins. Hann kvæntist hinn 5. júlí
142