Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 105

Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 105
eru þar nokkrar slægur. Norður af dalnum er svo Sigluvíkurháls, en yfir hann liggur leiðin til Reykjafjarðar. Bærinn stendur upp af víkinni sem Bæjarvík heitir. Þar er dý sem Gvendarbrunnur heitir, eitt af mörgum sem Guðmundur góði vígði á yfirreiðum sínum um landið. I þessari vík var lend- ingin og þótti ekki góð. Túnið er upp af víkinni, það er lítið og ekki grasgefið. I túninu er leiði Hallvarðs Hallssonar sem vildi ekki láta grafa sig í vígðri mold. I hvert skipti sem átti að færa líkið til kirkju gerði slík veður að ekki varð fært. Hallvarður var því grafinn í túninu og er einn af landvættum Skjaldabjarnarvík- ur. Allir ábúendur töldu það skyldu sína að hlúa að leiðinu og sýna því virðingu. I túninu eru líka klettar er Kórklettar heita. Þar búa álfar sem ásamt Hallvarði héldu verndarhendi yfir byggðinni í Skjaldabjarnarvík. Suðvestur af víkinni liggur Sunndalur, alllangur og grösugur. Þar var aðal slægnaland Skjaldabjarnarvíkur. Þar inn af hækkar dalurinn ört og heitir þar Fremri-Sunndalur og upp af Fremri- Sunndal er Hjarandaskarð en eftir því liggur leiðin yfir í Bjarn- arfjörð og svo fýrir Bjarnarfjarðarbotn til Dranga. Sunnan við Bæjarvíkina tekur við Fauskavíkin og þar næst Ar- vík en í hana fellur Sunndalsá. Nokkru austar eru svo Hafnirnar, þar var lending nokkuð góð og var oft lent þar þegar lendingin í Skjaldabjarnarvík var ófær. Sunnar taka Þúfurnar við, en þær eru þrjár og ganga undir ýmsum nöfnum. Algengust rnunu vera Fremstaþúfa, Miðþúfa og Efstaþúfa. Skjalda-Björn á að vera graf- inn í Efstuþúfu með gulli sínu og gersemum, hundur hans í Mið- þúfunni, en skip hans alskjaldað í Neðstuþúfu. Upp af Þúfunum gengur Randafjall. Frá Þúfunum sést til bæjarins á Dröngum. Vestur frá Þúfunum í áttina til Bjarnarfjarðar liggur mjó gata sem heitir því sérkennilega nafni Spónagötur. Þaðan liggur leið- in inn að Skaufaseli sem í daglegu tali var bara nefnt Selið. Þar var lending góð og þar var hafður bátur sem var notaður til að feija yfir Bjarnarfjörðinn svo menn þyrftu ekki að krækja fýrir hann um langa leið og erfiða á vetrum vegna svella og snjóflóða- hættu. A leiðinni inn með Bjarnarfirði var Illakleif eða Illaklif sem ekki þótti alltaf árennileg. Annars var Bjarnafjörðurinn vel gróinn. Slægjur góðar inn í fjarðarbotninum en lítið nýttust þær 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.