Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 105
eru þar nokkrar slægur. Norður af dalnum er svo Sigluvíkurháls,
en yfir hann liggur leiðin til Reykjafjarðar.
Bærinn stendur upp af víkinni sem Bæjarvík heitir. Þar er dý
sem Gvendarbrunnur heitir, eitt af mörgum sem Guðmundur
góði vígði á yfirreiðum sínum um landið. I þessari vík var lend-
ingin og þótti ekki góð. Túnið er upp af víkinni, það er lítið og
ekki grasgefið. I túninu er leiði Hallvarðs Hallssonar sem vildi
ekki láta grafa sig í vígðri mold. I hvert skipti sem átti að færa
líkið til kirkju gerði slík veður að ekki varð fært. Hallvarður var
því grafinn í túninu og er einn af landvættum Skjaldabjarnarvík-
ur. Allir ábúendur töldu það skyldu sína að hlúa að leiðinu og
sýna því virðingu. I túninu eru líka klettar er Kórklettar heita.
Þar búa álfar sem ásamt Hallvarði héldu verndarhendi yfir
byggðinni í Skjaldabjarnarvík.
Suðvestur af víkinni liggur Sunndalur, alllangur og grösugur.
Þar var aðal slægnaland Skjaldabjarnarvíkur. Þar inn af hækkar
dalurinn ört og heitir þar Fremri-Sunndalur og upp af Fremri-
Sunndal er Hjarandaskarð en eftir því liggur leiðin yfir í Bjarn-
arfjörð og svo fýrir Bjarnarfjarðarbotn til Dranga.
Sunnan við Bæjarvíkina tekur við Fauskavíkin og þar næst Ar-
vík en í hana fellur Sunndalsá. Nokkru austar eru svo Hafnirnar,
þar var lending nokkuð góð og var oft lent þar þegar lendingin
í Skjaldabjarnarvík var ófær. Sunnar taka Þúfurnar við, en þær
eru þrjár og ganga undir ýmsum nöfnum. Algengust rnunu vera
Fremstaþúfa, Miðþúfa og Efstaþúfa. Skjalda-Björn á að vera graf-
inn í Efstuþúfu með gulli sínu og gersemum, hundur hans í Mið-
þúfunni, en skip hans alskjaldað í Neðstuþúfu. Upp af Þúfunum
gengur Randafjall. Frá Þúfunum sést til bæjarins á Dröngum.
Vestur frá Þúfunum í áttina til Bjarnarfjarðar liggur mjó gata
sem heitir því sérkennilega nafni Spónagötur. Þaðan liggur leið-
in inn að Skaufaseli sem í daglegu tali var bara nefnt Selið. Þar
var lending góð og þar var hafður bátur sem var notaður til að
feija yfir Bjarnarfjörðinn svo menn þyrftu ekki að krækja fýrir
hann um langa leið og erfiða á vetrum vegna svella og snjóflóða-
hættu. A leiðinni inn með Bjarnarfirði var Illakleif eða Illaklif
sem ekki þótti alltaf árennileg. Annars var Bjarnafjörðurinn vel
gróinn. Slægjur góðar inn í fjarðarbotninum en lítið nýttust þær
103