Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 141
prestarnir fengi sómasamlegri kjör og söfnuðurnir gæti haldið
sóknarkirkjuna viðhlítanlega. Síra Sigurður í Vigur var sjálfs-
eignarbóndi í fjölmennu þingabrauði. Hann var af ríkilátu
bændafólki kominn í Norðurlandi og gerkunnugur þeim afar-
kostum, sem eignalausir starfsbræður hans í þingabrauðunum
sættu. Með tvær hendur tómar voru úrræði prestsins harla lítil.
Ein samsteypulagabreytinganna var sameining Tröllatungu-
og Fellssókna, en Ospakseyrarsókn hafði verið lögð til Trölla-
tungubrauðs 1886 og var prestssetrið þá flutt að Felli og hélzt
svo í aðeins 18 ár. Aður var Ospakseyri löngum útkirkja frá Prest-
bakka, en með því að unnið var að sameiningu Staðar í Hrúta-
firði og Prestbakka í eitt brauð á síðari hluta aldarinnar sýndist
óhægt, að Ospakseyri yrði áfram útkirkja innan að, enda sat
presturinn í Hrútafjarðarsóknum ýmist á Stað og Prestbakka,
raunar allt til 1920, er festa komst á. Ospakseyrarsókn varð aftur
annexía frá Prestbakka 1951, eins og enn verður sagt.
Leysing sóknarbandsins
Enda þótt prestssetrið á Felli væri nær miðju brauðinu, var
prestakallið óálitlegt til þjónustunnar í 3 sóknum, eins og kom á
daginn. Undi Fellsprestur óvel hag sínum, síra Arnór Arnason
frá Höfnum á Skaga. Varð óánægja margra sóknarmanna hans
ekki síður megn og risu af þær ýfingar, sem ekki lægði. Urðu
deilurnar hvað mestar um aldamótin.
I fyrra sið hélt staðarprestur, síðan lok Staðamála 1297, ákjós-
anlegt lén, gjarna höfðingjadæmi góðbónda, þegar sæmilega
áraði í landinu. Þar sem kirkjustaðurinn hélzt bóndaeign,
hreppti sóknarpresturinn óhægð þingabrauðsins og var að-
stöðumunurinn mjög mikill. Katólska kirkjan var ein í 540 ár, ár-
tug lengur í Norðlendingafjórðungi. Konungleg lúthersk kirkju-
skipun síðan, unz lögin um takmarkað trúfrelsi tóku gildi 1882
og 1886. Fosið, sem þá komst á var ekki gjarna í fijálsu vali
kirkjudeilda og sértrúarsafnaða. Vegna fárra og fámennra kaup-
staða, en alls þorra þjóðarinnar í dreifbýli og sveitasóknum, var
ekki fýsilegt að hverfa úr hinni upphaflegu og einu þjóðkirkju.
139