Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 61

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 61
öðru lagi bauð hann 435 rbd í 38 tunnur af tólg, í þriðja lagi 1 poka með svanahömum [svaneskind], 44 búnt af söltuðum gærum og 120 stk. af „Garnerings Maatter,“ [þetta hefir ekki tekist að þýða] fyrir það greiddi hann 6 rbd. og 12 sk. Samtals voru „Captein Glad“ því slegnar vörur úr farmi skipsins fyrir 694 rbd. og 12 sk. b) Frá Reykjarfirði: Þessi hluti farmsins var einungis 2 númer. 1. Bryde beykir, „Bödker Bryde“, bauð í 1 tunnu af tólg, sem hann greiddi með 6 rbd. og 16 sk. 2. Síðasta boðið átti Jón Salómonsson verslunarstjóri sem bauð í 4 poka af ull sem vafalaust hafa verið frá Reykjarfjarðarverzlun komnir í upphafinu. Þeir voru slegnir honum á 15 rbd. Farmurinn sem í skipinu var seldist því fyrir samtals 1351 rbd. 28 sk. Að svo búnu var uppboðinu slitið. J. Jónsson. M. Guðmundsson Jón Einarsson. Það er undir hælinn lagt að mögulegt hafi verið að framkvæma allt uppboðið á einum og sama deginum eins og uppboðsbókin ber með sér. Að minnsta kosti er útilokað að þann sama dag hafi tekist að bjóða upp þau áhöld o.f.l., sem áhöfnin hafði flutt með sér til Reykjarfjarðar, nema því aðeins að það hafi verið fram- kvæmt á hlaðinu á Dröngum. Það verður þó að draga mjög í efa því varla hefir „maddam Salómonssen“ gert sér ferð að Dröngum að þessu tilefni. Hversu fjölmennt uppboðið var er ekki hægt um að segja. Sam- kvæmt uppboðsbókinni voru það einungis 15 menn sem áttu hæsta boð og fengu sér slegið eitthvað af góssinu. Flest eru það kunnug nöfn úr hreppnum. Glad skipstjóri sem gerði sig hvað mest gildandi á uppboðinu, var skipstjóri á kaupfarinu „Meta.“ Það sést á því að hann sendi sýslumanni Strandasýslu skýrslu um heilbrigði áhafnarinnar dags. í lok apríl 1833, og ætti því að hafa komið til Reykjarfjarðar um það leyti. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa Glad skipstjóri og Bryde beykir verið fulltrúar 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.