Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 61
öðru lagi bauð hann 435 rbd í 38 tunnur af tólg, í þriðja lagi 1
poka með svanahömum [svaneskind], 44 búnt af söltuðum
gærum og 120 stk. af „Garnerings Maatter,“ [þetta hefir ekki
tekist að þýða] fyrir það greiddi hann 6 rbd. og 12 sk. Samtals
voru „Captein Glad“ því slegnar vörur úr farmi skipsins fyrir
694 rbd. og 12 sk.
b) Frá Reykjarfirði:
Þessi hluti farmsins var einungis 2 númer.
1. Bryde beykir, „Bödker Bryde“, bauð í 1 tunnu af tólg, sem
hann greiddi með 6 rbd. og 16 sk.
2. Síðasta boðið átti Jón Salómonsson verslunarstjóri sem bauð í
4 poka af ull sem vafalaust hafa verið frá Reykjarfjarðarverzlun
komnir í upphafinu. Þeir voru slegnir honum á 15 rbd.
Farmurinn sem í skipinu var seldist því fyrir samtals 1351 rbd.
28 sk.
Að svo búnu var uppboðinu slitið.
J. Jónsson.
M. Guðmundsson Jón Einarsson.
Það er undir hælinn lagt að mögulegt hafi verið að framkvæma
allt uppboðið á einum og sama deginum eins og uppboðsbókin
ber með sér. Að minnsta kosti er útilokað að þann sama dag hafi
tekist að bjóða upp þau áhöld o.f.l., sem áhöfnin hafði flutt með
sér til Reykjarfjarðar, nema því aðeins að það hafi verið fram-
kvæmt á hlaðinu á Dröngum. Það verður þó að draga mjög í efa
því varla hefir „maddam Salómonssen“ gert sér ferð að Dröngum
að þessu tilefni.
Hversu fjölmennt uppboðið var er ekki hægt um að segja. Sam-
kvæmt uppboðsbókinni voru það einungis 15 menn sem áttu
hæsta boð og fengu sér slegið eitthvað af góssinu. Flest eru það
kunnug nöfn úr hreppnum. Glad skipstjóri sem gerði sig hvað
mest gildandi á uppboðinu, var skipstjóri á kaupfarinu „Meta.“
Það sést á því að hann sendi sýslumanni Strandasýslu skýrslu um
heilbrigði áhafnarinnar dags. í lok apríl 1833, og ætti því að hafa
komið til Reykjarfjarðar um það leyti. Eftir öllum sólarmerkjum
að dæma hafa Glad skipstjóri og Bryde beykir verið fulltrúar
59