Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 107
og kemur þar fram, að hann hefur ekki aðra vitneskju um rnann-
líf þar, en hann hefur fundið í nýlegum manntðlum og kirkju-
bókum (frá 19. öld). Sérajón kann af fjórum mönnum að segja,
sem bjuggu í Hrófárseli, og eru allir kallaðir húsmenn: 1) Hjalti
Jónsson 1890, afijóhanns Níelssonar, Guðbjargar Níelsdóttur og
Guðrúnar Níelsdóttur, sem öll áttu heima á Hólmavík lengur eða
skemur. 2) JónJónsson 1871 ogframyfir 1880, ættaður úr Saurbæ,
Dalasýslu. 3) Jón ívarsson 1881-1883 og 1888-1900, ættaður af
Skarðsströnd. Um Jón var kveðið:
Jón í Seli ég sœlan tel
í sínum greiða önnum.
Ferst það vel að skammta úr skel
skjálft.aneyðarmönnum.
(Höf. N.N.)
Jón var að safna fé fyrir fólk sem lenti í Suðurlandsskjálftanum
mikla 1896. Hann var þá oddviti hreppsnefndar. 4) Helgi Magn-
ússon 1895-1897, eftir það í Bitru, og ættaður þaðan. Séra Jón
telur að fleiri kunni að hafa átt heima í Selinu, en hafi þá verið
taldir til heimilis á Hrófa.
Osennilegt er, að héðan í frá sé við gömlum fróðleik að búast
um Selið, öðru en því sem sjást kynni á staðnum sjálfum. Eg hef
gert það mér til dundurs að tína það saman, sem ég hef rekist á
um kotið. Þar á rneðal eru notalegar hugleiðingar Gíslajónatans-
sonar (Str.p. 19. árg.), sem taka verður með í reikninginn. Gísli
var ekki frá því, að fyrir óra löngu hafi verið þarna myndarbýlið
Skógarland, þó að það nafn sé ekki í notkun nú á tímum, nema í
samsetningunum Skógarlandshlíð og Skógarlandsborg. Hann
byggir það álit sitt m.a. á túngarði kringum bæ og bæjarhús, þeim
garði, sem við Benedikt Sigurðsson (sjá síðar) sáurn hvergi votta
fýrir. Þar sem Gísla skorti heimildir ályktaði hann stundum út frá
örnefnum og kennileitum, sem hann þekkti sjálfur. Sú aðferð
dugði lionum jafnan vel og alveg ágætlega til að nálgast sannleik-
ann um þennan stað. Hann hefur sjálfsagt aldrei augum litið
Sóknalýsingar Vestfjarða og þurfti ekki á þeim að halda. I því riti eru
allar hugmyndir Gísla urn býlið Skógarland staðfestar, þó að hann
105