Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 47
Um nóttina lögðum við 13 mílur að baki. Daginn eftir þ. 17da,
kl. 0900 um morguninn var veður orðið vont [haard og heftigt],
stormur og snjókoma. Misstum við þá seglin, þ.e.a.s. fokkuna,
klýverinn, stagseglið og stórseglið rifnaði [kappede]. Svo fljótt
sem hægt var slógum við nýjum seglum undir vegna hættunnar á
að reka í land, þar sem vindurinn var á A eða SA og stóð á land.
Kl. 1000 reið feikna brotsjór yflr skipið sem sópaði öllu lauslegu
og akkeris - keðjunni [kjullingen] fýrir borð. Sjö styttur í lunning-
unni brotnuðu. Tvö föt [stórar tunnur] með vatni og stóri bát-
urinn, kassinn, eldavélin og eldunaráhöldin fóru líka fýrir borð.
[Líklega hefir verið hús [kassen] á dekkinu með eldunaráhöld-
um, sem hefir brotnað]. Fjórir menn fóru útbyrðis en þremur
þeirra var bjargað. Aðrir þrír voru meiddir. Skipið lá nú algjör-
lega á hliðinni enda hafði farmurinn kastast til í lestinni við þess-
ar hamfarir. Vorum við hræddir um að skipið mundi sökkva. I
miklum flýti var öllu lauslegu, sem gat létt skipið kastað fyrir borð.
Allt var líka gert til að fá skipið til að breyta stefnu í þeim tilgangi
að fá farminn til að kastast aftur til baka í lestinni. Það tókst. Nú
vorurn við í mikilli neyð með skipið á hættusvæði? [lögervat] við
íslandi í þessu hræðilega veðri og snjókomu, engin segl voru not-
hæf og talsverður sjór var í skipinu. Þessu til viðbótar gátum við
ekki notað pumpuna stjórnborðsmegin vegna sjógangsins. Eg
hvatti áhöfnina til að gera allt sem í hennar valdi stæði og slá öðr-
um seglum undir til að freista þess að halda skipinu frá landi eða
að komast inn á einhvern flóa eða fjörð. Lofaði ég áhöfninni 2ja
mánaða launauppbót ef þetta tækist, þar sem enga björgun var að
sjá, en algjör tortíming blasti við á lífi, skipi og farmi. Kl. 1100
kom mikill brotsjór yfir afturhluta skipsins sem tók með sér lífbát-
inn [hekjullen] og allt sem honurn tilheyrði. Ahöfnin gerði allt
sem í hennar valdi stóð við að pumpa, slá undir seglum og eins
við að þétta götin sem komu er lunningarstytturnar brotnuðu, en
sjórinn rann þar niður þegar skipið valt. Ekki reyndist mögulegt
að koma aftur upp seglum að undanteknu rifuðu aftursegli og
rifaðri stagfokku. Reyndum við að halda skipinu sem mest upp í
sjó og vind. Vindurinn var af öllum áttum að heita mátti [vinden
omlöbede fra Syd til Nord og Ost til Syd], með mikilli ölduhæð
[meget höj sö]. Þannig lá skipið til kl. 1500, en þá létti nokkuð í
45