Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 115
frásagnarhæfileika. Fyrir nokkrum dögum átti ég líka góða kvöld-
stund þar sem Sigurjón Ingólfsson sagði mér eitt og annað um
barns- og unglingsár sín í Gilhaga.
Vilji einhver ganga niður að Gilhaga þá er best að fylgja Mikla-
gilinu að sunnanverðu frá þjóðveginum. Þar er slóði, færjeppum,
niður að einu mastrinu í byggðalínunni. Þaðan er gengið niður
brekkurnar í austsuðaustur. Fyrir ofan túnið í Gilhaga er all hár
hóll sem sést nokkuð að og heitir Gijóthóll. Gilhagabærinn stóð
á breiðu holti miðhlíðis um það bil einn km. fyrir sunnan Mikla-
gil. Sunnan í holtinu er brekka og tjörn að mestu þornuð, sunnan
hennar grundir. Sunnan þeirra rennur Grundarlækur. Af bæj-
arhlaðinu sést yfir í Ospaksstaðasel og út að Ospaksstöðum og út
á I Irútaljörð. Sást því vel þegar skip komu til Borðeyrar. Það er
ekki úr vegi að geta þess að hér er að finna þetta norðlenska fyr-
irbæri að dalurinn meðfram Hrútafjarðará heitir sitt hvoru nafn-
inu, eftir því hvoru megin ár er verið. Að austanverðu er Ospaks-
staðadalur en að vestanverðu Meladalur.
Gilhagi er ekki gamalt býli. Það var 1862 að Davíð Bjarnason
fluttist úr Dölum og reisti nýbýli er hann nefndi Gilhaga, fyrir
framan Miklagil í Melalandi. Bærinn var í leið þeirra sem þá fóru
fótgangandi yfir Holtavörðuheiði. Davíð bjó í Gilhaga í 13 ár.
Næsti bóndi hét Alexander Bjarnason en hann mun hafa verið
stutt kannski ekki nema eitt ár. Hann var mjög fátækur en ritfær
vel og mun hafa skrifað í blöð og gaf út rit um íslenskar drykkjar-
jurtir, prentað á Akureyri 1860. Síðan er getið nokkurra sem ým-
ist voru húsmenn eða ábúendur í Gilhaga og verða ekki nafn-
greindir hér. Rétt er þó að geta um Þórð Sigurðsson, sem bjó í
Gilhaga 1878 til 1881 og svo 1883 til 1891, ásamt konu sinni Sig-
ríði Jónsdóttir. Þau áttu 10 börn en 8 af þeim lifðu og kvæntust og
eignuðust afkomendur og allt drengir. Sumir synir þeirra koma
nokkuð hér við sögu á eftir. Þórður bjó reyndar víðar, svo sem í
Guðlaugsvík, Miðhúsum og Valdasteinsstöðum í sömu sveit og
var á ýmsum bæjum í Staðarhreppi, en flutti svo í Grænumýr-
artungu vorið 1894 og bjó þar síðan. Gilhagi var í eyði frá 1900 til
1909. Það var annað hvort 1908 eða 1909 sem Bæjarhreppur
kaupir svo Melaland sunnan Miklagils og allt suður á sýslumörk
Strandasýslu og Mýrasýslu.
113