Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 143
LEIKSTAÐIR
Slagboltasvæði voru þrjú á Hólmavík. Aðalvöllurinn var Plássið
nrilli Riis-hússins og Langaskúrs. Borgin var sem næst á móts við
miðjar tröppur Riis-hússins og Litlamark við innra hornið á girð-
ingunni unr AJbertshús (Kópnesbraut 1). Þar var raflínu- eða
símastaur sem miðað var við. Þarna voru unr 35 metrar á nrilli
Borgar og Litlamarks og þótti hæfilega langt. Leikurinn gat svo
borist upp undir Björnshús, langleiðina þangað gat boltinn oltið
eftir risahögg en engir slógu svo langt. A plássinu var best að vera.
Þar var rýmið langmest og fátt í umhverfinu, fyrir utan fáein hús
og garða sem truflaði.
Það kom náttúrlega fyrir, að boltinn færi í gluggarúður, eitt
sinn t.d. inn um kjallaraglugga í Albertshúsi. Húsráðandinn,
Kr istinn Sigurvinsson, var ótrúlega snar á vettvang og fannst þá
sumum að í óefni væri konrið. En einhveijar vomur komu á Kidda
í gættinni og hann hafðist ekki að, þegar hann sá ofureflið fyrir
utan. En tjónið fékk hann bætt. Sanrningar náðust um nýja rúðu
á búðartíma næsta dag. Þegar svona skakkaföll komu fyrir var
Guðnrundur Jónsson, pakkhúsmaður í kaupfélaginu, boðinn og
búinn til að mæla og skera nýju rúðunajafnvel að setja hana í. Eg
er ekki frá því, að einhvern tímann hafi lent á lronum að borga
hana líka, þó að aldrei tæki hann sjálfur þátt í eða kæmi nærri
leiknum.
Nú gerðist það, eftir að bílar konru á staðinn, að allir slagbolta-
vellirnir urðu sjálfkrafa bílabrautir, ekki síst Plássið. Um það var
ekki fengist, í mesta lagi gert hlé meðan skrjóðarnir fóru hjá.
Nokkrar efasemdir konru upp þegar sýslumaðurinn sjálfur fluttist
í plássið, hvort hann mundi ekki fyrirbjóða svona lífshættulegan
leikaraskap með öllu. Sá uggur reyndist ástæðulaus. Svo konru
hreppstjórar, kannski ofurlítið strangari, en ekki svo að sköpunr
skipti. Yfirvöld bönnuðu aldrei slagboltann, frekar var að þau litu
fótboltann óhýru auga, sérstaklega vegna þess, að fullorðnir, skot-
harðir menn voru þar stundum nreðal þátttakenda, svo að spjöll
gátu hlotist af.
Annar völlur var neðan við kaupfélagshúsið. Borg var þá við
kolaportið undir Austurhúsinu, pakkhúsi kaupfélagsins, en Litla-
mark við horn sláturhússins, rétt við innganginn á Klossastöðum.
141