Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 62
Höfðaverzlunar á uppboðinu. Ætla verður að Jón Salómonsson
verzlunarstjóri hafi séð fyrir hag Reykjarfjarðarverzlunar.
Enginn veit nú hvernig öllu því „góssi“ og vörum sem hér er
sagt frá hefir verið komið burt úr Bjarnarfirði eða til hverra nota
það hefir orðið kaupmönnum og þeim bændum sem buðu í rifin
segl, brotin möstur, slitur af reiðanum o.fl.
Nú fer allverulega að sneiðast um heimildir fyrir framvindu
atburðanna. Þó er ein heimild enn ónefnd sem felur í sér lok
þessa máls, að ætla má.
Svo er nefnilega mál með vexti að aftan við eina kirkjubók Ar-
nessóknar er að finna afrit af nokkrum bréfum sem, séra Þorleif-
ur Jónsson prestur í Arnesi, hefir skrifað þar. Eitt þessara skjala er
yfirlýsing undirrituð af Niels Mogensen skipstjóra, svo hljóðandi:
„Eg undirskrifaður, Niels Mogensen, lýsi því hér með yfir, fyrir
hönd hr. S. [ören] Jakobsen, að ég hef selt Sigurði Alexíussyni
[Siverter Alexiussen] á Dröngum, skipsflakið af Marie Jensine
með öllu sem nothæft er, fýrir samtals 21a spesíu - segi og skrifa
- tuttugu og eina spesíu. - Þetta staðfesti ég hér með, með minni
eigin hendi.
Bjamarfirði 21. júní 1833. L.S. [L.S.= staður innsiglis]
Niels Mogensen.
Framanskrifað afrit votta ég að rétt sé: Þorleifur fónsson. “
Því er hér slegið föstu að þetta sé eina bréfið sem samið hefir
verið og undirskrifað í „Bjarnarfirði nyrðri.“ Að því leyti hefir
þarna gerst sögulegur atburður. I framhaldi af þessu má telja það
víst að búið hafi verið að taka farminn úr skipinu, þegar hér var
komið sögu, tveimur vikum eftir uppboðið, en samkv. uppboðs-
skilmálunum voru verulegar hömlur settar við ráðstöfun skips-
skrokksins meðan vörurnar væru í honum. Eins og fram hefir
komið var það Glad skipstjóri, sem átti hæsta boð í skipsskrokk-
inn, 42 ríkisdali, sem jafngilti nákvæmlega 21i spesíu [1 rbd = 2
spesíur]. Samkvæmt yfirlýsingu Mogensen seldi hann skipið fyrir
hönd S. Jakobsen, sem var annar eigandi Höfðaverslunar á Skaga-
strönd eins og áður segir.
Það gæti verið rannsóknarefni útaf fyrir sig, að skoða, til hvaða
nota skipsskrokkurinn varð Sigurði bónda á Dröngum. Sú rann-
60