Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 140
loknum slætti fer leikmaður í Borgarkrókinn og bíður þar færis að
hlaupa á Litlamark. Krókur þessi hét ekki neitt, svo að þetta er
nýyrði hér, hann var aldrei til umræðu og ég er ekki frá því að
Hólmvíkingar hafi fundið hann upp.
En leiðin að Litlamarki liggur um vígvöllinn. Sjái útimenn sér
færi á, reyna þeir með samvinnu við uppgjafara (kasta boltanum
á milli sín) að komast í skotfæri við andstæðing og vinna liðið inn.
Litlamark er griðastaður innileikmanna, þar sem þeir geta ætíð
beðið tækifæris að hlaupa í Borg. Takist þeim þetta fullkomlega,
að slá og hlaupa, halda þeir áfram að vera inni til leiksloka. En
það gengur nú aldrei til lengdar, því að útileikmenn beijast um á
hæl og hnakka og grípa hvert tækifæri sem gefst til að vinna sig
inn og það geta þeir með tvennum hætti sem nefnt er hér að
framan.
Það er einkum þrennt sem innileikmenn þurfa að hafa í
huga:
1) Að slá ekki „til grips“, þ.e. stutt máttlítil högg í boga upp í
loftið, svo að útimenn eigi auðvelt með að grípa boltann.
Að slá til grips var afar óvinsælt og álíka illa séð og að skora
sjálfsmark í fótbolta.
2) Að láta ekki hitta sig á hlaupum að og frá Litlamarki.
3) Að hitta vel og slá sem allra lengst. A lengstu höggum á að
vera auðvelt að hlaupa á Litlamark og til baka.
Ekki er nauðsynlegt að slá langt í hverju höggi, fari hins vegar
mörg högg forgörðum (vindhögg) í röð, er hætt við að leikmönn-
um gefist ekki tækifæri lil að hlaupa. Endar það stundum með því
að enginn verður eftir til að slá.
Högglaus Borg er það kallað og eru það æsilegustu augnablik,
sem komið geta í Slagbolta. Er þá ekki annað til ráða en að ein-
hver(jir) hlaupi áleiðis í Borg upp á líf og dauða til að slá og halda
leiknum gangandi. Uppgjafara ber (a.m.k. gerði hann það alltaf)
að tilkynna með fyrirvara þegar þessi staða er að koma upp. Hann
fylgist best með þessu vegna hlutverks síns. Kallar hann hátt og
snjalh: „Þijú högg í Borg, tvö högg í Borg, eitt högg í Borg“, við
sívaxandi spennu og loks: „Högglaus Borg“. Fer þá allt á tjá og
tundur. Sá eða þeir sprækustu reyna að brjótast í Borg til að halda
138