Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 140

Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 140
loknum slætti fer leikmaður í Borgarkrókinn og bíður þar færis að hlaupa á Litlamark. Krókur þessi hét ekki neitt, svo að þetta er nýyrði hér, hann var aldrei til umræðu og ég er ekki frá því að Hólmvíkingar hafi fundið hann upp. En leiðin að Litlamarki liggur um vígvöllinn. Sjái útimenn sér færi á, reyna þeir með samvinnu við uppgjafara (kasta boltanum á milli sín) að komast í skotfæri við andstæðing og vinna liðið inn. Litlamark er griðastaður innileikmanna, þar sem þeir geta ætíð beðið tækifæris að hlaupa í Borg. Takist þeim þetta fullkomlega, að slá og hlaupa, halda þeir áfram að vera inni til leiksloka. En það gengur nú aldrei til lengdar, því að útileikmenn beijast um á hæl og hnakka og grípa hvert tækifæri sem gefst til að vinna sig inn og það geta þeir með tvennum hætti sem nefnt er hér að framan. Það er einkum þrennt sem innileikmenn þurfa að hafa í huga: 1) Að slá ekki „til grips“, þ.e. stutt máttlítil högg í boga upp í loftið, svo að útimenn eigi auðvelt með að grípa boltann. Að slá til grips var afar óvinsælt og álíka illa séð og að skora sjálfsmark í fótbolta. 2) Að láta ekki hitta sig á hlaupum að og frá Litlamarki. 3) Að hitta vel og slá sem allra lengst. A lengstu höggum á að vera auðvelt að hlaupa á Litlamark og til baka. Ekki er nauðsynlegt að slá langt í hverju höggi, fari hins vegar mörg högg forgörðum (vindhögg) í röð, er hætt við að leikmönn- um gefist ekki tækifæri lil að hlaupa. Endar það stundum með því að enginn verður eftir til að slá. Högglaus Borg er það kallað og eru það æsilegustu augnablik, sem komið geta í Slagbolta. Er þá ekki annað til ráða en að ein- hver(jir) hlaupi áleiðis í Borg upp á líf og dauða til að slá og halda leiknum gangandi. Uppgjafara ber (a.m.k. gerði hann það alltaf) að tilkynna með fyrirvara þegar þessi staða er að koma upp. Hann fylgist best með þessu vegna hlutverks síns. Kallar hann hátt og snjalh: „Þijú högg í Borg, tvö högg í Borg, eitt högg í Borg“, við sívaxandi spennu og loks: „Högglaus Borg“. Fer þá allt á tjá og tundur. Sá eða þeir sprækustu reyna að brjótast í Borg til að halda 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.