Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 51
Þetta er saga skipstjórans og áhafnarinnar. Að mörgu leyti er
skýrslan greinargóð og segir hrakningasögu áhafnarinnar, sem
stóð í heilan mánuð, á skýran hátt. Hins vegar vekur hún spurn-
ingar sem aldrei verður svarað. Það virðist vera alveg ljóst að einn
maður hafi farist í þessum hildarleik. Þess er einungis getið á ein-
um stað og síðan ekki meir. Samkvæmt því sent síðar kemur fram
var það á svonefndu Breiðanesi sem er innarlega í Bjarnarfirði
sunnanverðum sem áhöfnin kom skipinu fyrir. Til næsta bæjar,
sem eru Drangar, er að sögn kunnugra stífur eins og hálfs tírna
gangur í sæmilegri færð og veðri. Þangað hljóta skipbrotsmenn-
irnir að hafa leitað eftir að þeir yfirgáfu skipið.
Heimildir eru um að fleiri skip hafi lent í stórviðri á sama tíma
og áhöfnin á MarieJensine barðist fýrir lífi sínu á Bjarnarfirði. Frá
því er sagt í Sögu póstskipanna að póstskipið, „galiasen Succurs“,
hafi hreppt hið versta veður og náð loksins höfn í Reykjavík f4.
nóv. 1832. Hafði það verið sex vikur á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn. „Hafði þá gengið rnikið á, sjór komst í lestina, svo að mat-
vörur skemmdust, svo og föt og sængurklæði yfirmanna. Þá er
sagt að póstkassinn sjálfur hefði eitthvað vöknað. Skipið flutti
nokkuð af korni, sem mönnum fannst eftirsjá í að missa, enda
kornvörubirgðir litlar hjá kaupmönnum syðra.“ Af þessum tveim-
ur frásögnum má álykta sem svo að á þessum tíma hafi geisað
ofsaveður, ekki einungis á Ströndum, heldur yfir allt landið og
miðin umhverfis það.
Það vekur athygli, að hreppstjóra Arneshrepps, sem var Magn-
ús Guðmundsson bóndi á Finnbogastöðum, skyldi ekki falin
skýrslutakan. Þess í stað er Gísli Sigurðsson, bóndi í Bæ á Sel-
strönd og hreppstjóri í Kaldrananeshreppi skipaður til þess. A
þessum árum mun Gísli hafa haft á hendi opinberar afgreiðslur
skipa sem komu til verzlunarstaðarins á Reykjarfirði. Má vera að
hann hafi af þeirri ástæðu verið valinn til að halda sjóprófið.
Atburðir sem þessi fóru ekki fram hjá sagnaritaranum Gísla
Konráðssyni. I sögum hans, „Sögu Skagstrendinga og Skaga-
manna" og „Húnvetningasögu," er atburðarins getið og er frá-
sögnin, sem vænta má, nánast sú sama í báðum ritunum. Hins
vegar er ekki finnanlegur stafur um þetta í Strandamannabók
sem Gísli skráði einnig. Það er ljóst að frásögn Gísla er í ýmsum
49