Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 51

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 51
Þetta er saga skipstjórans og áhafnarinnar. Að mörgu leyti er skýrslan greinargóð og segir hrakningasögu áhafnarinnar, sem stóð í heilan mánuð, á skýran hátt. Hins vegar vekur hún spurn- ingar sem aldrei verður svarað. Það virðist vera alveg ljóst að einn maður hafi farist í þessum hildarleik. Þess er einungis getið á ein- um stað og síðan ekki meir. Samkvæmt því sent síðar kemur fram var það á svonefndu Breiðanesi sem er innarlega í Bjarnarfirði sunnanverðum sem áhöfnin kom skipinu fyrir. Til næsta bæjar, sem eru Drangar, er að sögn kunnugra stífur eins og hálfs tírna gangur í sæmilegri færð og veðri. Þangað hljóta skipbrotsmenn- irnir að hafa leitað eftir að þeir yfirgáfu skipið. Heimildir eru um að fleiri skip hafi lent í stórviðri á sama tíma og áhöfnin á MarieJensine barðist fýrir lífi sínu á Bjarnarfirði. Frá því er sagt í Sögu póstskipanna að póstskipið, „galiasen Succurs“, hafi hreppt hið versta veður og náð loksins höfn í Reykjavík f4. nóv. 1832. Hafði það verið sex vikur á leiðinni frá Kaupmanna- höfn. „Hafði þá gengið rnikið á, sjór komst í lestina, svo að mat- vörur skemmdust, svo og föt og sængurklæði yfirmanna. Þá er sagt að póstkassinn sjálfur hefði eitthvað vöknað. Skipið flutti nokkuð af korni, sem mönnum fannst eftirsjá í að missa, enda kornvörubirgðir litlar hjá kaupmönnum syðra.“ Af þessum tveim- ur frásögnum má álykta sem svo að á þessum tíma hafi geisað ofsaveður, ekki einungis á Ströndum, heldur yfir allt landið og miðin umhverfis það. Það vekur athygli, að hreppstjóra Arneshrepps, sem var Magn- ús Guðmundsson bóndi á Finnbogastöðum, skyldi ekki falin skýrslutakan. Þess í stað er Gísli Sigurðsson, bóndi í Bæ á Sel- strönd og hreppstjóri í Kaldrananeshreppi skipaður til þess. A þessum árum mun Gísli hafa haft á hendi opinberar afgreiðslur skipa sem komu til verzlunarstaðarins á Reykjarfirði. Má vera að hann hafi af þeirri ástæðu verið valinn til að halda sjóprófið. Atburðir sem þessi fóru ekki fram hjá sagnaritaranum Gísla Konráðssyni. I sögum hans, „Sögu Skagstrendinga og Skaga- manna" og „Húnvetningasögu," er atburðarins getið og er frá- sögnin, sem vænta má, nánast sú sama í báðum ritunum. Hins vegar er ekki finnanlegur stafur um þetta í Strandamannabók sem Gísli skráði einnig. Það er ljóst að frásögn Gísla er í ýmsum 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.