Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 48
lofti og við sáum til lands, en sami stormurinn hélst. Ég kallaði þá
áhöfnina saman til að heyra álit hennar á því hvort leita ætti lands
meðan enn þá væri dagsbirta, þar sem ómögulegt sýndist að halda
skipinu frá landinu yfir nóttina. Ahöfnin taldi að betra mundi að
leita lands strax en að reka í land um nóttina. Með því væri mögu-
leiki á að bjarga mætti lífi, skipi og varningi. Héldum við strax í átt
til lands. Tveir menn voru við pumpuna og tveir við að binda tóg
í akkerið þar sem keðjan hafði verið. Þetta stóð þó ekki lengi því
fljótlega sáum við brotsjói á grynningum þannig að ómögulegt
virtist að komast í átt til landsins. Við að reyna að sveigja framhjá
einu skerinu sló afturseglsbóman yfir og brotnaði í tvennt, en við
það varð afturseglið algjörlega óvirkt. Nú sáum við fleiri brotsjói
sem lágu eins og yfir sjónum og voru nokkuð stórir, þar sem við
höfðum hugsað okkur að leggjast fyrir akkeri bak við. Þegar nær
var komið sáum við að þar var fjörður, sem ekki var betur séð, en
gengi nokkuð inn í landið. Ég lét nú lukkuna ráða og hleypti í
gegnum brotsjóina og inn í fjörðinn. Þar sem klukkan var orðin
sex og komið myrkur og snjókoma að auki, létum við akkerið falla
á 3ja faðma dýpi. Kl. 1900 létum við stóra akkerið líka falla. Að svo
búnu fór helmingur áhafnarinnar niður og fékk sér þurr föt, en
hinir stóðu við pumpuna. Kl. 2100 var skipið þurrausið og voru
þá höfð skipti við pumpuna og settar sjóvaktir. Alla nóttina þann
18da [október] var mjög hvasst af austri og snjókoma. Kl. 0700
um morguninn var áhöfnin vakin og var byrjað að moka snjó af
dekkinu þannig að hægt væri að gera skipinu eitthvað til góða
ofandekks, en skipið leit nú út eins og rekald [vrag]. Síðdegis út-
bjuggum við fleka svo við kæmumst í land, ef við þyrftum með,
því enga jullu eða bát höfðum við lengur. Stormurinn og snjó-
koman hélst allan daginn.
Þ. 19da, um morguninn hófumst við strax handa við að stand-
setja brotna og skemmda hluti. Tveir menn fóru í land til að
kanna hvort ekki væri fólk að finna í nágrenninu. Þeir komu til
baka um kvöldið með þær fréttir að þeir hefðu fundið bæ langt í
burtu og þá fullvissu að það væri Bjarnarfjörður sem við værum
staddir í. Ennfremur sögðu þeir að á suðurströnd fjarðarins væri
maður sem ætti bát sem hann mundi lána okkur. Þennan bát
keypti ég síðan.
46