Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 47

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 47
Um nóttina lögðum við 13 mílur að baki. Daginn eftir þ. 17da, kl. 0900 um morguninn var veður orðið vont [haard og heftigt], stormur og snjókoma. Misstum við þá seglin, þ.e.a.s. fokkuna, klýverinn, stagseglið og stórseglið rifnaði [kappede]. Svo fljótt sem hægt var slógum við nýjum seglum undir vegna hættunnar á að reka í land, þar sem vindurinn var á A eða SA og stóð á land. Kl. 1000 reið feikna brotsjór yflr skipið sem sópaði öllu lauslegu og akkeris - keðjunni [kjullingen] fýrir borð. Sjö styttur í lunning- unni brotnuðu. Tvö föt [stórar tunnur] með vatni og stóri bát- urinn, kassinn, eldavélin og eldunaráhöldin fóru líka fýrir borð. [Líklega hefir verið hús [kassen] á dekkinu með eldunaráhöld- um, sem hefir brotnað]. Fjórir menn fóru útbyrðis en þremur þeirra var bjargað. Aðrir þrír voru meiddir. Skipið lá nú algjör- lega á hliðinni enda hafði farmurinn kastast til í lestinni við þess- ar hamfarir. Vorum við hræddir um að skipið mundi sökkva. I miklum flýti var öllu lauslegu, sem gat létt skipið kastað fyrir borð. Allt var líka gert til að fá skipið til að breyta stefnu í þeim tilgangi að fá farminn til að kastast aftur til baka í lestinni. Það tókst. Nú vorurn við í mikilli neyð með skipið á hættusvæði? [lögervat] við íslandi í þessu hræðilega veðri og snjókomu, engin segl voru not- hæf og talsverður sjór var í skipinu. Þessu til viðbótar gátum við ekki notað pumpuna stjórnborðsmegin vegna sjógangsins. Eg hvatti áhöfnina til að gera allt sem í hennar valdi stæði og slá öðr- um seglum undir til að freista þess að halda skipinu frá landi eða að komast inn á einhvern flóa eða fjörð. Lofaði ég áhöfninni 2ja mánaða launauppbót ef þetta tækist, þar sem enga björgun var að sjá, en algjör tortíming blasti við á lífi, skipi og farmi. Kl. 1100 kom mikill brotsjór yfir afturhluta skipsins sem tók með sér lífbát- inn [hekjullen] og allt sem honurn tilheyrði. Ahöfnin gerði allt sem í hennar valdi stóð við að pumpa, slá undir seglum og eins við að þétta götin sem komu er lunningarstytturnar brotnuðu, en sjórinn rann þar niður þegar skipið valt. Ekki reyndist mögulegt að koma aftur upp seglum að undanteknu rifuðu aftursegli og rifaðri stagfokku. Reyndum við að halda skipinu sem mest upp í sjó og vind. Vindurinn var af öllum áttum að heita mátti [vinden omlöbede fra Syd til Nord og Ost til Syd], með mikilli ölduhæð [meget höj sö]. Þannig lá skipið til kl. 1500, en þá létti nokkuð í 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.