Morgunblaðið - 03.08.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 179. tölublað . 109. árgangur .
ÞJÁLFARAR FRÁ
ÍSLANDI GERA
ÞAÐ GOTT
ELDGOSIÐ
HELDUR ÁFRAM
AÐ HEILLA
HLJÓMSVEITIN
BREK TVINNAR
SAMAN ÓLÍKA STÍLA
MIKIL UMFERÐ 11 FYRSTA BREIÐSKÍFAN 29ÓL Í JAPAN 27
Sigurður Bogi Sævarsson
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Hátt í 1.300 manns, þar af 202 börn,
eru í eftirliti á Covid-göngudeild
Landspítalans og búist er við að sá
hópur fari stækkandi. „Því fleiri sem
eru á göngudeildinni, þeim mun fleiri
munu þurfa innlögn,“ segir Anna
Sigrún Baldursdóttir, starfandi for-
stjóri Landspítalans.
Smitsjúkdómadeildin er komin að
þolmörkum og líklegt er að hún fyll-
ist á næstu tveimur sólarhringum.
landi munu foreldrar barna 12 til 18
ára geta beðið um bóluefni við Co-
vid-19 fyrir börn sín þegar færi
gefst, að því er Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir hefur upplýst.
Óskar segist hafa miklar áhyggjur
haldi útbreiðsla sjúkdómsins áfram
af sama þunga og verið hefur síðustu
daga. Mikilvægt sé því að til dæmis
eldra fólk, sem gjarnan svarar bólu-
efni seinna en aðrir, fái viðbótar-
skammt. Hvað varðar börnin þá
gætu bólusetningar þeirra farið
fram í grunnskólunum, en starfsemi
þeirra hefst eftir um þrjár vikur.
Þorgerður Laufey Friðriksdóttir,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, segir sitt fólk bíða með öndina í
hálsinum eftir frekari fréttum af
smitvörnum með tilliti til skóla-
starfs. Kennarar séu nú að setja sig í
stellingar fyrir starf vetrarins, en
börn mæta í skólana 23. ágúst.
Fyrir þann tíma þurfi að vera
komið á hreint hvort til dæmis þurfi
að hólfa skólahúsnæði niður til að
koma í veg fyrir smit eða gera aðrar
ráðstafanir. »2 og 4
Átján einstaklingar liggja nú inni
vegna Covid-19. Anna Sigrún segir
að legurýmum verði fjölgað í sam-
ræmi við yfirvofandi aukningu í inn-
lögnum en ný deild verður opnuð
fyrir Covid-sjúklinga á næstu dög-
um. Anna Sigrún segir að farin verði
sama leið og áður þegar bæta þurfti
við legurýmum vegna Covid.
„Ef rannsóknir staðfesta að bólu-
setningar gagnist börnum eigum við
að sjálfsögðu að fara þá leið,“ segir
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins. Á Ís-
Smitsjúkdómadeild að fyllast
- Bæta þarf við legurýmum fyrir Covid-sjúklinga - Áhyggjur af útbreiðslunni
Nýafstaðin verslunarmannahelgi var haldin með breyttu sniði í ár þar sem
hertar sóttvarnir innanlands settu strik í reikninginn. Engu að síður kom
fólk víða saman á góðri stund og var á faraldsfæti um helgina. Margir
héldu helgina hátíðlega heima í stofu og nutu streymis frá tónleikum
Helga Björns og brekkusöng í Herjólfsdal. Tæknilegir örðugleikar gerðu
þó mörgum lífið leitt við áhorfið.
Fjölskylduhátíð var á Hellishólum í Fljótshlíð þar sem trúbador tróð upp
og sungið var við varðeld. Öllum reglum um sóttvarnir var fylgt, að sögn
Víðis Jóhannssonar á Hellishólum. Líf og fjör var á Akureyri þar sem öll
tjaldsvæði fylltust snemma í byrjun helgarinnar. Á laugardagskvöld sköp-
uðust þó nokkur vandræði á Hömrum er fólk flykktist inn á tjaldsvæðin
eftir að skemmtanahaldi lauk í bænum. Lögreglan á Akureyri hafði í nógu
að snúast og sinnti mörgum útköllum. Hins vegar var rólegt hjá lögregl-
unni í Vestmannaeyjum en fjölmargir Eyjamenn slógu upp tjöldum heima í
görðum sínum og buðu þangað gestum. »6, 8 og 11
Víða safnast sam-
an á góðri stund
Óhefðbundin verslunarmannahelgi að baki
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Hellishólar Fjölskylda og vinir Víðis Jóhannssonar staðarhaldara, aftast í halarófunni, bregða á leik við brekkusöng og varðeld sl. laugardagskvöld.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Brekkusöngur Magnús Kjartan Eyjólfsson tekur rennsli á stóra sviðinu í
Herjólfsdal áður en streymi hófst frá óvenjulegum tónleikum í Dalnum.
Egle Sipaviciute
losnaði úr tíu
daga einangrun í
farsóttarhúsinu
við Rauðarárstíg
18 í gær, eftir að
hafa fengið Co-
vid-19. Hún hafði
átt að vera í ein-
angrun í 14 daga
en eftir að sótt-
varnalæknir tók
ákvörðun um styttri einangrun fyrir
bólusetta fékk hún leyfi til að losna
fyrr. Egle er bólusett með bóluefni
Janssen en fann þó fyrir talsverðum
einkennum. Hún missti bragð- og
lyktarskyn og fékk áköf og löng
hóstaköst. Starfsfólkið í farsóttar-
húsinu var að hennar sögn mjög
hjálplegt og vinalegt.
„Ef þú ákveður fyrirfram að þetta
verði ömurlegt þá verður þetta öm-
urlegt í tíu daga. Maður getur hins
vegar notið sín, inni á milli hósta-
kasta,“ segir Egle.
Egle ákvað að ganga heim til sín
eftir að hún losnaði úr einangrun.
Hún byrjaði á að ganga upp bratta
brekku. Þegar upp var komið þurfti
hún að fá sér sæti á bekk til að ná
andanum. „Mér hefur aldrei liðið
eins og ég sé í verra formi,“ segir
Egle, en hún er vön mikilli hreyf-
ingu, stundar kickbox, brasilískt jiu-
jitsu og víkingaþrek hjá Mjölni
ásamt því sem hún vinnur ýmist sem
sviðsmaður í leikhúsi eða skátafor-
ingi, en hvorugt er kyrrsetustarf.
Það fyrsta sem hún gerði þegar hún
komst heim til sín var að fleygja sér
upp í rúm. „Það var fyndið að fagna
frelsinu þannig, eftir að hafa verið
uppi í rúmi í tíu daga. Ég er samt ró-
legri að vera komin heim.“
thorab@mbl.is
Á milli
hósta-
kastanna
- Laus úr tíu
daga einangrun
MLíkir einkennum... »4
Egle
Sipaviciute
_ Verði samein-
ing sveitarfélaga
milli Þjórsár- og
Skeiðarársands
samþykkt, má
vænta alls 800
milljóna kr.
framlags frá rík-
inu til verkefna í
héraði. Atkvæði
verða greidd um
sameiningu jafn-
hliða þingkosningum 25. sept-
ember. Í héraði er lögð áhersla á
vegamál og að sveitarfélögin taki
jafnvel við umsjón þeirra, að sögn
Antons Kára Halldórssonar sem fer
fyrir sameiningarnefnd. »10
Bjóðast 800 millj-
ónir og vilja vegina
Anton Kári
Halldórsson