Morgunblaðið - 03.08.2021, Page 12

Morgunblaðið - 03.08.2021, Page 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '* -�-"% ,�rKu!, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Audley Nú 19.495 kr. 38.990 kr. 50-60% afsláttur Útsölulok 3.-7. ágúst BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hlutabréfaverð Amazon hækkaði um 0,2% í viðskiptum gærdagsins eftir að hafa hrunið um 7,6% í Nas- daq-kauphöllinni í New York á föstudag. Greiningaraðilar vestan- hafs benda á að lækkun hlutabréf- anna megi helst rekja til tveggja þátta sem opinberaðir voru í árs- hlutauppgjöri fyrirtækisins eftir lokun markaða síðastliðinn fimmtu- dag. Í fyrsta lagi reyndist tekju- vöxtur fyrirtækisins á fjórðungnum talsvert minni en markaðsaðilar höfðu haft væntingar um og þá upp- lýsti fyrirtækið einnig að yfirvöld í Lúxemborg hefðu lagt á það sekt að fjárhæð 746 milljónir evra, jafnvirði nærri 110 milljarða króna. Tekjurnar aukast og aukast Heildartekjur Amazon á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 113 millj- örðum dollara, jafnvirði 14.000 milljarða króna. Jukust þær um 27,2% frá sama fjórðungi í fyrra. Höfðu greiningaraðilar gert ráð fyr- ir að tekjurnar myndu nema að minnsta kosti 115 milljörðum doll- ara. Rekstrarkostnaður fyrirtækisins jókst á sama um 26,9% og nam 105,4 milljörðum dollara, jafnvirði 13.100 milljörðum króna. Hagnaður á fjórðungnum nam 7,8 milljörðum dollara, jafnvirði 970 milljarða króna og jókst um 48,3%.Á fjár- festakynningu sem haldin var í kjöl- far þess að Amazon birti uppgjörið fyrir fjórðunginn sagði Brian Ol- savsky, fjármálastjóri fyrirtækisins, að markmið um tekjuvöxt hefðu sennilega ekki náðst vegna aukinn- ar útbreiðslu bóluefnis gegn kór- ónuveirunni sem aftur leiddi til þess að fólk væri í auknum mæli reiðubú- ið til að hverfa aftur til fyrra lífs eins og það mótaðist fyrir farald- urinn. „Ekki aðeins með því að versla með hefðbundnum hætti heldur einnig að lifa lífinu og fara út á með- al fólks,“ sagði Olavsky og bætti við: „Það dregur úr þeim tíma sem fólk ver í að versla.“ Þótt tekjuaukning fyrirtækisins hafi ekki orðið sú sem bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir hafa umsvif fyrirtækisins vaxið gríðarlega síðustu mánuði. Á það benti Andy Jassy, sem settist í for- stjórastól Amazon í stað Jeffs Bezos í byrjun júlímánaðar. „Síðastliðna 18 mánuði hefur smásöluhluti fyrirtækisins afgreitt fordæmalausan fjölda vöru, þar á meðal búnað fyrir persónulegar sóttvarnir fólks, matvæli og aðrar vörur sem stutt hafa við getu sam- félaga um heim allan til þess að tak- ast á við þær erfiðu aðstæður sem hlotist hafa af faraldrinum.“ Risasekt í öllu samhengi Í árshlutareikningi Amazon var markaðurinn upplýstur um að yf- irvöld í Lúxemborg hefðu þann 16. júlí síðastliðinn lagt 746 milljóna evra sekt á fyrirtækið á grundvelli þess að fyrirtækið hafi ekki fylgt reglum Evrópusambandsins um meðferð persónuupplýsinga fólks. Lúta brotin einkum að því hvernig fyrirtækið nýtir gögn til þess að beina tilteknum, sérsniðnum aug- lýsingum að fólki. Evrópuhöfuð- stöðvar Amazon eru staðsettar í Lúxemborg og því heyrir starfsemi þess í álfunni að stórum hluta undir eftirlitsstofnanir ríkisins. Fjárhæð sektarinnar vekur talsverða athygli enda er hún margfalt hærri en sú sem frönsk eftirlitsyfirvöld lögðu á Google vegna brota á sömu reglum. Nam sú sekt 50 milljónum evra. Tilslakanir hafa áhrif á Amazon Ljósmynd/AFP Amazon Jeff Bezos hefur auðgast gríðarlega á uppbyggingu Amazon sem hann stofnaði 5. júlí 1994. - Eftir gríðarlega sókn netverslunar á síðustu misserum leita neytendur í hefðbundnar verslanir á ný - Amazon sektað um 110 milljarða - Tekjuvöxtur en samt vonbrigði - Bezos ekki ríkasti maður í heimi Munaði þar mestu um handbært fé sem fór úr 32,4 milljónum í árslok 2019 í 117,3 milljónir um síðastliðin áramót. Eigið fé nam 67,5 milljónum og hafði aukist um 37,8 milljónir. Þegar rýnt er í skýringar við ársreikninginn sést að fyrirtækið stólar í auknum mæli á verk- töku við veitta þjónustu. Þannig nam aðkeypt þjónusta 175,2 milljónum á árinu 2020 en hafði numið 70,3 milljónum á árinu 2019. Kostnaður við hefðbundin laun lækkaði á sama tíma um 32,7 milljónir og nam 92,1 milljón. Eignamiðlun er í eigu félaganna 4115 ehf. og 173 ehf. Félögin tvö eru í eigu fasteignasalanna Kjartans Hallgeirssonar og Guðlaugs Inga Guð- laugssonar. Hagnaður fasteignasölunnar Eignamiðlunar nam 62,6 milljónum króna í fyrra og jókst hann um tæpar 40 milljónir milli ára. Tekjur jukust um 34% og námu 482,8 milljónum króna. Rekstrarkostnaður jókst hins vegar um 22% og nam 402,8 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 287,6 milljónum og juk- ust um 64,7 milljónir en skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður jókst um 7,6 milljónir og nam 115,2 milljónum. Eignir fyrirtækisins námu 134,3 milljónum í árslok 2020 og höfðu aukist um 59,3 milljónir. Hagnaður Eignamiðlunar eykst - Fasteignasalan fer meira fram í verktöku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eignamiðlun Er ein rótgrónasta fasteignasala landsins. Stofnuð árið 1957. 3. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.31 Sterlingspund 172.19 Kanadadalur 99.11 Dönsk króna 19.71 Norsk króna 14.041 Sænsk króna 14.392 Svissn. franki 136.1 Japanskt jen 1.1244 SDR 176.11 Evra 146.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.4558 Eigið fé innlánsstofnana nam 723,4 milljörðum króna í lok júnímánaðar samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt. Hefur eigið fé þeirra vaxið um 63 milljarða frá ára- mótum og hefur ekki verið hærra síðan í september 2008, rétt áður en bankakerfið hrundi nær allt til grunna. Heildareignir innlánsstofnana í lok júní námu 4.563 milljörðum króna og þar af voru 3.726 milljarðar bundnir í innlendum útlánum og markaðsverðbréfum. Skuldir stofn- ananna námu 4.563 milljörðum og þar af námu innlán frá innlendum aðilum 2.337 milljörðum. Eigið fé fer vaxandi - Innlánsstofnanir eiga 723 milljarða umfram skuldir Samkvæmt lista Forbes yfir auðugustu menn í heimi hefur Frakkinn Bernard Arnault og fjölskylda hans tekið fram úr Jeff Bezos í kapphlaupinu um titilinn sem hlotnast ríkasta manni í heimi á hverjum tíma. Sviptingar á hlutabréfaverði Amazon hafa nú að minnsta kosti í tvígang skotið hinum 72 ára gamla Frakka upp í efsta sætið. Eru eignir hans metnar á 194,4 milljarða dollara, jafnvirði 24.200 milljarða króna. Byggir auðsæld hans fyrst og fremst á lúx- usvöruveldinu LVMH. Lúxus sem skilar fúlgum TRÓNIR Á TOPPNUM Bernard Arnault

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.