Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 11
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Birgir Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurflugs, sat að
snæðingi með eiginkonu sinni á veit-
ingastað í borginni þegar honum
barst hjálparbeiðni frá gönguhópi
sem lent hafði í sjálfheldu við Ljósá
að Fjallabaki á mánudag. „Ég náði
ekki einu sinni að klára steikina!“
segir Birgir í samtali við Morgun-
blaðið.
Einn í hópnum hafði ökklabrotn-
að illa á göngunni og ljóst að að-
stoðar þyrlu væri þörf. Landhelg-
isgæslan var upptekin í öðru útkalli
og komst því ekki strax á staðinn.
Hópurinn hafði þó séð þyrlu á flugi
á svæðinu en vissi ekki að þar væri
um að ræða þyrlu frá Norðurflugi.
Einstök tilviljun réð því að hópurinn
hringdi í framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, sem fór strax í að bjarga
málunum.
„Ég hafði samband við fram-
leiðslufyrirtækið Hero Productions
sem var með umrædda þyrlu á leigu
hjá okkur en þeir voru einmitt á
þessu svæði í upptökum fyrir
bandarískan kúnna. Þeir hringja svo
út til að fá samþykki kúnnans fyrir
því að þyrlan yrði notuð til að flytja
einstaklinginn sem hafði slasast og
hann sagði strax já,“ segir Birgir.
„Með samþykki kýldum við bara á
þetta.“ Vel gekk að komast að ein-
staklingnum sem hafði slasast enda
var hann kominn á jafnsléttu þegar
þyrluna bar að garði. Flogið var svo
með hinn slasaða til móts við björg-
unarsveitarbíl sem var í grenndinni.
Birgir telur ekki að þarna hafi
verið um björgunaraðgerð að ræða
enda hafi Norðurflug ekki heimild
til að sinna slíkum aðgerðum. Hann
sé þó glaður að hafa geta orðið
gönguhópnum að liði.
„Þetta var bara smá vinaleg að-
stoð. Við erum ekki í björgunar-
aðgerðum því slíkar aðgerðir krefj-
ast sérstaks leyfis.Við höfum ekki
verið að sækjast eftir því leyfi enda
hefur Landhelgisgæslan alltaf tekið
þessi útköll,“ segir hann. „Við höf-
um þó alltaf reynt að gera okkar
besta til að hjálpa þegar við getum,
eins og í þessu tilfelli.“
Norðurflug vill gjarnan vera við-
bragðsaðilum innan handar í ein-
faldari útköllum, að sögn Birgis.
Það komi honum þó á óvart hve lítill
samstarfsvilji sé af hálfu Landhelg-
isgæslunnar. „Það þarf að meta
hvert útkall fyrir sig því sum þeirra
eru ekkert það alvarleg. Þá gætu
einhverjir aðrir, eins og til dæmis
við, tekið þau á meðan gæslan færi í
alvarlegri útköllin.“ Inntur eftir við-
brögðum segir Ásgeir Erlendsson,
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar, það ekki hafa komið til tals
að fara í samstarf við önnur þyrlu-
félög.
Var úti að borða þegar
hjálparbeiðnin barst
- Varð að hlaupa frá steikinni - Vill í samstarf við gæsluna
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdastjóri Birgir Ómar
Haraldsson hjá Norðurflugi.
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
Lokað á laugardögum í sumar.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
50-60% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM!
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Nýjar haustvörur streyma inn
Skipholti 29b • S. 551 4422
Ný
sending frá
Verðhrun á útsölunni – 60-70%
Skoðið
laxdal.is
Nýtt frá
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebookAllt um sjávarútveg